Innlent

Kaupa saman þyrlur

Dómsmálaráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu í morgun samkomulag um kaup og rekstur nýrra björgunarþyrla. Miðað er við að Ísland kaupi þrjár nýjar björgunarþyrlur en Noregur tíu til tólf. Stefnt er að því að þær verði afhentar á árunum 2011-2014.

Það voru Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Knut Storberget dómsmálaráðherra Noregs sem undirrituðu samkomulagi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun. Björn segir óljóst hver kostnaðurinn verði fyrir Íslendinga en gert er ráð fyrir að hver þyrla kosti um tvo milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×