Geir Haarde íhugar að fresta skattalækkunum 30. nóvember 2007 12:19 Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg sem birtist í morgun að til greina komi að setja áform um frekari skattalækkanir á bið þar til að betra jafnvægi komist á í hagkerfinu. Morgunkorn Glitnis fjallar um málið en Geir segir tímasetningar skattalækkana vera afar mikilvægar og að ákvarðanir varðandi skattalækkanir verði teknar að vandlega athuguðu máli og með tilliti til þess hvað er að gerast í hagkerfinu þá stundina. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí kemur fram að stefnt sé að frekari lækkun tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja á yfirstandandi kjörtímabili. Þá hefur viðskiptaráðherra skorið upp herrör gegn óbeinum sköttum á borð við stimpilgjöld og vörugjöld. "Orð forsætisráðherra nú gefa til kynna að tímar ábyrgari efnahagstjórnar séu framundan en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var á sínum tíma gagnrýnd fyrir að tímasetja skattalækkanir illa út frá hagsveiflunni og hafa þannig stuðlað að aukinni þenslu," segir í Morgunkorninu. Alþjóðleg matsfyrirtæki og stofnanir hafa ávítt stjórnvöld fyrir rangar tímasetningar skattalækkana og skammsýna stefnu í ríkisfjármálum. Í síðustu viku breytti Standard & Poor's horfum fyrir lánshæfi ríkissjóðs í neikvæðum úr stöðugum vegna viðvarandi áhyggna af ójafnvægi í hagkerfinu. Ljóst er að orð forsætisráðherra eru góð tíðindi fyrir Seðlabankann enda er lítill broddur í aðhaldsamri peningamálastefnu sem rekin er samhliða reglulegum skattalækkunum úr stjórnarráðinu. Slíkt sendir tvöföld skilaboð til hagkerfisins sem er afar óheppilegt á óvissutímum líkt og þeim sem nú ríkja Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í viðtali við fréttaveituna Bloomberg sem birtist í morgun að til greina komi að setja áform um frekari skattalækkanir á bið þar til að betra jafnvægi komist á í hagkerfinu. Morgunkorn Glitnis fjallar um málið en Geir segir tímasetningar skattalækkana vera afar mikilvægar og að ákvarðanir varðandi skattalækkanir verði teknar að vandlega athuguðu máli og með tilliti til þess hvað er að gerast í hagkerfinu þá stundina. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí kemur fram að stefnt sé að frekari lækkun tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja á yfirstandandi kjörtímabili. Þá hefur viðskiptaráðherra skorið upp herrör gegn óbeinum sköttum á borð við stimpilgjöld og vörugjöld. "Orð forsætisráðherra nú gefa til kynna að tímar ábyrgari efnahagstjórnar séu framundan en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var á sínum tíma gagnrýnd fyrir að tímasetja skattalækkanir illa út frá hagsveiflunni og hafa þannig stuðlað að aukinni þenslu," segir í Morgunkorninu. Alþjóðleg matsfyrirtæki og stofnanir hafa ávítt stjórnvöld fyrir rangar tímasetningar skattalækkana og skammsýna stefnu í ríkisfjármálum. Í síðustu viku breytti Standard & Poor's horfum fyrir lánshæfi ríkissjóðs í neikvæðum úr stöðugum vegna viðvarandi áhyggna af ójafnvægi í hagkerfinu. Ljóst er að orð forsætisráðherra eru góð tíðindi fyrir Seðlabankann enda er lítill broddur í aðhaldsamri peningamálastefnu sem rekin er samhliða reglulegum skattalækkunum úr stjórnarráðinu. Slíkt sendir tvöföld skilaboð til hagkerfisins sem er afar óheppilegt á óvissutímum líkt og þeim sem nú ríkja
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira