Innlent

Um tíu bílar hafa farið út af Suðurlandsvegi

Hellisheiðin hefur verið allt annað en árennileg í morgun.
Hellisheiðin hefur verið allt annað en árennileg í morgun. MYND/Vegagerðin.is

Hátt í tíu bílar hafa runnið eða fokið út af Suðurlandsvegi í morgun í mikilli hálku og hvassviðri sem þar er nú. Hellisheiðin hefur verið lokuð frá því klukkan hálfníu eftir að nokkrir bílar lentu þar í vandræðum.

Þannig fóru tveir fólksbílar út af veginum í Kömbunum snemma í morgun og þá hafa fjórir hafnað út af við Þrengslaveg. Enn fremur lentu þrír bílar í vandræðum við Litlu kaffistofuna en engu þessara tilvika hefur fólk slasast. Við þetta bætist að þrír flutningabílar lentu í vandræðum í Hveradalabrekku.

Lögreglan á Selfossi veit ekki hvernær umferð verður aftur hleypt yfir Hellisheiði. Vegagerðin vinnur nú að því að salta Suðurlandsveg og þegar dregur úr veðurhamnum má reikna með að bílar komist aftur yfir heiðina. Vegurinn um Þrengsli hefur hins vegar verið opinn í allan morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×