Lóð Glitnis á Kirkjusandi margfaldast í verði Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2007 18:30 Lóð Glitnis á Kirkjusandi, þar af stór hluti sem bankinn keypti af Reykjavíkurborg, hefur margfaldast í verði á þeim átján mánuðum sem liðnir eru frá kaupum bankans á hlut borgarinnar. Lóðin í heild er metin á rúma þrjá milljarða króna sem er um 10 prósent af hagnaði bankans á fyrstu níu mánuðum ársins.Það var töluvert umdeilt þegar Reykjavíkurborg seldi Glitni lóð Strætó á Kirkjusandi í mars í fyrra fyrir 972 milljónir króna í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Í níu mánaða uppgjöri Glitnis kemur fram endurmat á lóðinni sem nú er metin á 3,4 milljarða króna, eða þrefalt hærra verð en söluverð borgarinnar var. Þess ber þó að geta að inn í þessu mati er hluti lóðarinnar þar sem höfuðstöðvar bankans eru á Kirkjusandi og sem Glitnir átti áður.Hér er um að ræða uppfært verðmat á lóðunum. Vala Pálsdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Glitnis, segir að fengnir hafi verið tveir óháðir sérfræðiaðilar til að meta verðmæti lóðanna. Bankinn hafi síðan tekið meðaltal af mati þessara aðila og áætlað verðmæti lóðanna 80% af því meðaltali. Þannig að bankinn bókfærir verðmæti lóðanna lægra en sérfræðiaðilarnir gerðu.Engu að síður er verðmæti lóðanna mikið og ef áætlað er að sá hluti sem borgin seldi bankanum sé helmingur samanlagðrar stærðar lóðanna, þá hefur verðmæti borgarlóðarinnar aukist um fimm til sjö hundruð milljónir króna á 18 mánuðum. Fréttastofan hefur hins vegar ekki upplýsingar um það hvernig skiptingin er milli þeirrar lóðar sem bankinn átti áður og þess hluta sem hann keypti af borginni.Tekjur bankans hafa aukist um 28% á fyrstu níu mánuðum ársins og hagnaður fyrir skatta á þessu tímabili er rétt rúmlega 30 milljarðar. Verðmæti lóðanna á Kirkjusandi er því sem nemur um 10 prósentum af hagnaði bankans.Glitnir hyggst reisa nýjar höfuðstöðvar á strætóreitnum, en samkvæmt samkomulagi við borgina fer hluti lóðarinnar undir lágreista byggð. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Lóð Glitnis á Kirkjusandi, þar af stór hluti sem bankinn keypti af Reykjavíkurborg, hefur margfaldast í verði á þeim átján mánuðum sem liðnir eru frá kaupum bankans á hlut borgarinnar. Lóðin í heild er metin á rúma þrjá milljarða króna sem er um 10 prósent af hagnaði bankans á fyrstu níu mánuðum ársins.Það var töluvert umdeilt þegar Reykjavíkurborg seldi Glitni lóð Strætó á Kirkjusandi í mars í fyrra fyrir 972 milljónir króna í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Í níu mánaða uppgjöri Glitnis kemur fram endurmat á lóðinni sem nú er metin á 3,4 milljarða króna, eða þrefalt hærra verð en söluverð borgarinnar var. Þess ber þó að geta að inn í þessu mati er hluti lóðarinnar þar sem höfuðstöðvar bankans eru á Kirkjusandi og sem Glitnir átti áður.Hér er um að ræða uppfært verðmat á lóðunum. Vala Pálsdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Glitnis, segir að fengnir hafi verið tveir óháðir sérfræðiaðilar til að meta verðmæti lóðanna. Bankinn hafi síðan tekið meðaltal af mati þessara aðila og áætlað verðmæti lóðanna 80% af því meðaltali. Þannig að bankinn bókfærir verðmæti lóðanna lægra en sérfræðiaðilarnir gerðu.Engu að síður er verðmæti lóðanna mikið og ef áætlað er að sá hluti sem borgin seldi bankanum sé helmingur samanlagðrar stærðar lóðanna, þá hefur verðmæti borgarlóðarinnar aukist um fimm til sjö hundruð milljónir króna á 18 mánuðum. Fréttastofan hefur hins vegar ekki upplýsingar um það hvernig skiptingin er milli þeirrar lóðar sem bankinn átti áður og þess hluta sem hann keypti af borginni.Tekjur bankans hafa aukist um 28% á fyrstu níu mánuðum ársins og hagnaður fyrir skatta á þessu tímabili er rétt rúmlega 30 milljarðar. Verðmæti lóðanna á Kirkjusandi er því sem nemur um 10 prósentum af hagnaði bankans.Glitnir hyggst reisa nýjar höfuðstöðvar á strætóreitnum, en samkvæmt samkomulagi við borgina fer hluti lóðarinnar undir lágreista byggð.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira