Innlent

Mælt fyrir þingsályktunartillögu um frestun funda Alþingis

MYND/Vilhelm

Alþingi samþykkti á þingfundi sem hófst um fjögurleytið, eftir fund þingflokka, að vísa til annarra umræðu þingsályktunartillögu um frestun á fundum Alþingis fram yfir jól.

Það var Geir H. Haarde forsætisráðherra sem mælti fyrir tillögunni en í henni felst að fundum þingsins verði frestað frá 13. desember eða síðar, ef nauðsyn krefur, og til 15. janúar 2008.

Óvíst er hvort þingfundum Alþingis verður frestað í dag en á fundinum sem hófst klukkan fjögur eru um 20 mál á dagskrár, þar á meðal nokkur sem tekin eru til fyrstu umræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×