Hörð atlaga verður gerð að launamun kynjanna 18. október 2007 12:12 Hækkun lægstu launa og hörð atlaga að launamun kynjanna er það sem koma skal í kjarabaráttunni, segir Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ á ársfundi ASÍ sem hófst í morgun. Félagsmálaráðherra boðaði uppstokkun velferðarkerfisins og sagði mikilvægt að sporna gegn fátækt, leysa vanda húsnæðislausra og finna nýjar lausnir að nýju almannatryggingakerfi.Helstu viðfangsefni fundarins er efnahags- og kjaramál og hófst hann á stefnuræðu forseta ASÍ. Grétar sagði mikinn og góðan samhljóm vera varðandi þær áherslur sem menn vilji tefla fram í komandi kjarasamningum.„Fyrir utan réttmæta kröfu um hækkun kaupmáttar er greinilegaeindreginn vilji til að hækka lægstu launin umtalsvert. Það hefur verið mikið launaskrið að undanförnu - en þeir sem sitja helst eftir við þær aðstæður er fólkið á strípuðu töxtunum - fólkið á lægstu laununum.Hitt verkefnið sem samhljómur er um, er krafan um að færa taxta að greiddu kaupi. Það felur í sér að fá tryggingu fyrir því að þær kjarabætur og ávinningar sem launafólk hefur fengið til viðbótar við það sem samið er um í kjarasamningum, verði ekki tekið af aftur, þegar dregur úr þenslu," sagði Grétar Þorsteinsson. Þá sagði Grétar að ASÍ legði mikla áherslu á að gera harða atlögu að launamun kynjanna.Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flutti ávarp á fundinum og boðaði uppstokkun velferðarkerfisins. Takast þyrfti á við vandamál eins og það að um 2700 manns biðu eftir húsnæði í félagslega kerfinu.Þá benti hún á að tölur frá 2004 sýndu að 27.600 manns yfir 16 ára aldri væru undir fátækramörkum. Það væri sameiginlegt verkefni ASÍ, verkalýðshreyfingarinnar, sveitarfélaga og ríkis að ráða bót á þessum vanda. „Það verður ekki lengur undan því vikist að auka hlutdeild þeirra fátæku í þjóðarauðnum," sagði Jóhanna.Alls sitja um 300 manns frá 64 aðildarfélögum ASÍ ársfund sambandsins. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hækkun lægstu launa og hörð atlaga að launamun kynjanna er það sem koma skal í kjarabaráttunni, segir Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ á ársfundi ASÍ sem hófst í morgun. Félagsmálaráðherra boðaði uppstokkun velferðarkerfisins og sagði mikilvægt að sporna gegn fátækt, leysa vanda húsnæðislausra og finna nýjar lausnir að nýju almannatryggingakerfi.Helstu viðfangsefni fundarins er efnahags- og kjaramál og hófst hann á stefnuræðu forseta ASÍ. Grétar sagði mikinn og góðan samhljóm vera varðandi þær áherslur sem menn vilji tefla fram í komandi kjarasamningum.„Fyrir utan réttmæta kröfu um hækkun kaupmáttar er greinilegaeindreginn vilji til að hækka lægstu launin umtalsvert. Það hefur verið mikið launaskrið að undanförnu - en þeir sem sitja helst eftir við þær aðstæður er fólkið á strípuðu töxtunum - fólkið á lægstu laununum.Hitt verkefnið sem samhljómur er um, er krafan um að færa taxta að greiddu kaupi. Það felur í sér að fá tryggingu fyrir því að þær kjarabætur og ávinningar sem launafólk hefur fengið til viðbótar við það sem samið er um í kjarasamningum, verði ekki tekið af aftur, þegar dregur úr þenslu," sagði Grétar Þorsteinsson. Þá sagði Grétar að ASÍ legði mikla áherslu á að gera harða atlögu að launamun kynjanna.Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flutti ávarp á fundinum og boðaði uppstokkun velferðarkerfisins. Takast þyrfti á við vandamál eins og það að um 2700 manns biðu eftir húsnæði í félagslega kerfinu.Þá benti hún á að tölur frá 2004 sýndu að 27.600 manns yfir 16 ára aldri væru undir fátækramörkum. Það væri sameiginlegt verkefni ASÍ, verkalýðshreyfingarinnar, sveitarfélaga og ríkis að ráða bót á þessum vanda. „Það verður ekki lengur undan því vikist að auka hlutdeild þeirra fátæku í þjóðarauðnum," sagði Jóhanna.Alls sitja um 300 manns frá 64 aðildarfélögum ASÍ ársfund sambandsins.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira