Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Hanna Björk Valsdóttir skrifar 26. maí 2007 00:01 Sól og sumar á strandlengjunni í Cannes. Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. Fólk kemur ekki á kvikmyndahátíðina í Cannes til að slappa af. Hér er tekið á því á öllum vígstöðvum og það er ekkert grín að vera hér í fyrsta sinn en með blaðamannapassann að vopni rauk ég í bíó og á blaðamannafundi, og reyndi að snapa nokkur viðtöl. Cannes snýst nefnilega mikið um höstl. Fyrir utan höllina stendur „venjulegt“ fólk og reynir að næla sér í bíómiða allan daginn. Leikstjórar reyna að krækja í framleiðendur, seljendur reyna að finna kaupendur. Blaðamenn reyna að fá viðtöl og allir reyna að næla sér í partíboð. Og einhverjir reyna líklega að tæla einhverja í bólið. Snekkjupartí, strandpartí, „celeb“-partí. Cannes snýst að miklu leyti um endalaus partí þar sem er boðið upp á endalausa drykki og blínís. Boðskort þarf í flestar veislurnar og því betra að vera vakandi fyrir þeim, en svo er líka ágætis íþrótt að reyna að smygla sér inn í sem flest partíin og margir eru orðnir mjög sjóaðir í þeirri keppni. Í öllum stærri partíum er öflug öryggisgæsla og almannatenglar standa vaktina og sjá til þess að aðeins rétta fólkið mæti í réttu partíin. Þegar stóru framleiðendurnir halda partí er ekkert til sparað og kampavínið og kavíarinn fljóta um og maður sér fyrir sér allar milljónirnar sem markaðsliðið hefur hent út um gluggann við að framleiða alls konar drasl sem tengist myndunum. Á meðan eru einhverjir aumingja smáleikstjórar frá afdölum veraldar sveittir við að tala við framleiðendur og skrapa saman nokkrum krónum fyrir bíómyndina sem þeir ganga með í maganum og kemur þeim kannski í keppnina og á rauða dregilinn á næsta ári.Hanna Björk Valsdóttir.Cannes er furðulegt sambland af listrænni kvikmyndahátíð og Hollywood-veislu með slatta af túristum í ofanálag. Það er ekki annað hægt að segja en að útkoman verði einstök og önnur eins stemning finnst varla á jörðinni. Hvarvetna verður ekki þverfótað fyrir fólki. Það væri nóg að hafa bara öll mörg þúsundin sem eru hér mætt til að vinna, en svo eru allir túristarnir sem ráfa um í reiðileysi. „Venjulega“ fólkið sem labbar fram og til baka meðfram strandlengjunni í von um að sjá einhverri stjörnunni bregða fyrir og þá skiptir varla máli hver hún er. Þannig sér maður öðru hvoru þegar mannfjöldinn hópast allt í einu á eftir einhverjum og stelpur byrja að öskra og æpa. Fyndnast er samt þegar ljósmyndarar mynda venjulegt fólk í von um að geta selt þeim myndirnar. Þannig getur líka „venjulegt“ fólk fengið nasaþefinn af því hvernig er að vera frægur og láta ljósmyndara elta sig. En það er einmitt mjög vandræðalegt þegar maður er ekki frægur. Hér byrjar dagurinn klukkan átta á morgnana þegar fyrstu bíósýningarnar byrja og rennur saman við síðustu partíin sem enda öðru hvorum megin við sólarupprás. Það verður að teljast mjög óeðlileg hegðun að rjúka í bíó eftir að hafa burstað tennurnar á morgnana. Fólk gerir vanalega allt aðra hluti þegar það vaknar, en flestir eru komnir hingað til að sjá myndir og horfa á þrjár til fjórar myndir á dag. Inn á milli eru fundir, hádegis- og kvöldverðarboð. Blaðamannafundir og viðtöl. Kvikmyndagagnrýnendur eru alveg sér þjóðflokkur og hér eru mjög hressilegar týpur. Hér eru bókstaflega allir fjölmiðlar heimsins mættir og fjölmiðlaherbergið þétt setið frá morgni til kvölds. Gagnrýnendur hringja inn stjörnugjafir beint eftir frumsýningar og ljósmyndarar í smóking senda bestu myndirnar beint af rauða dreglinum. Þegar ég labba í bíó fyrir allar aldir er fólk ennþá sofandi á ströndinni með ferðatöskurnar sínar. Það er ekkert grín að fá gistingu í þessum bæ meðan á hátíðinni stendur. Hér er túrismi í algjöru hámarki og allt á uppsprengdu verði. Það er örugglega mjög fínt að vera súper ríkur og geta lagt skútunni rétt fyrir utan ströndina og synt í land, eða gist á súper lúxus hóteli og slappað af þar sem aðstoðarmenn koma með bíómiða upp í hendurnar á þér og þú ferð í glæsikjólinn og labbar eftir rauða dreglinum til að sitja í þínu fínasta pússi í bíó. En fyrir flesta snýst hátíðin um biðraðir, hlaup og snap. Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. Fólk kemur ekki á kvikmyndahátíðina í Cannes til að slappa af. Hér er tekið á því á öllum vígstöðvum og það er ekkert grín að vera hér í fyrsta sinn en með blaðamannapassann að vopni rauk ég í bíó og á blaðamannafundi, og reyndi að snapa nokkur viðtöl. Cannes snýst nefnilega mikið um höstl. Fyrir utan höllina stendur „venjulegt“ fólk og reynir að næla sér í bíómiða allan daginn. Leikstjórar reyna að krækja í framleiðendur, seljendur reyna að finna kaupendur. Blaðamenn reyna að fá viðtöl og allir reyna að næla sér í partíboð. Og einhverjir reyna líklega að tæla einhverja í bólið. Snekkjupartí, strandpartí, „celeb“-partí. Cannes snýst að miklu leyti um endalaus partí þar sem er boðið upp á endalausa drykki og blínís. Boðskort þarf í flestar veislurnar og því betra að vera vakandi fyrir þeim, en svo er líka ágætis íþrótt að reyna að smygla sér inn í sem flest partíin og margir eru orðnir mjög sjóaðir í þeirri keppni. Í öllum stærri partíum er öflug öryggisgæsla og almannatenglar standa vaktina og sjá til þess að aðeins rétta fólkið mæti í réttu partíin. Þegar stóru framleiðendurnir halda partí er ekkert til sparað og kampavínið og kavíarinn fljóta um og maður sér fyrir sér allar milljónirnar sem markaðsliðið hefur hent út um gluggann við að framleiða alls konar drasl sem tengist myndunum. Á meðan eru einhverjir aumingja smáleikstjórar frá afdölum veraldar sveittir við að tala við framleiðendur og skrapa saman nokkrum krónum fyrir bíómyndina sem þeir ganga með í maganum og kemur þeim kannski í keppnina og á rauða dregilinn á næsta ári.Hanna Björk Valsdóttir.Cannes er furðulegt sambland af listrænni kvikmyndahátíð og Hollywood-veislu með slatta af túristum í ofanálag. Það er ekki annað hægt að segja en að útkoman verði einstök og önnur eins stemning finnst varla á jörðinni. Hvarvetna verður ekki þverfótað fyrir fólki. Það væri nóg að hafa bara öll mörg þúsundin sem eru hér mætt til að vinna, en svo eru allir túristarnir sem ráfa um í reiðileysi. „Venjulega“ fólkið sem labbar fram og til baka meðfram strandlengjunni í von um að sjá einhverri stjörnunni bregða fyrir og þá skiptir varla máli hver hún er. Þannig sér maður öðru hvoru þegar mannfjöldinn hópast allt í einu á eftir einhverjum og stelpur byrja að öskra og æpa. Fyndnast er samt þegar ljósmyndarar mynda venjulegt fólk í von um að geta selt þeim myndirnar. Þannig getur líka „venjulegt“ fólk fengið nasaþefinn af því hvernig er að vera frægur og láta ljósmyndara elta sig. En það er einmitt mjög vandræðalegt þegar maður er ekki frægur. Hér byrjar dagurinn klukkan átta á morgnana þegar fyrstu bíósýningarnar byrja og rennur saman við síðustu partíin sem enda öðru hvorum megin við sólarupprás. Það verður að teljast mjög óeðlileg hegðun að rjúka í bíó eftir að hafa burstað tennurnar á morgnana. Fólk gerir vanalega allt aðra hluti þegar það vaknar, en flestir eru komnir hingað til að sjá myndir og horfa á þrjár til fjórar myndir á dag. Inn á milli eru fundir, hádegis- og kvöldverðarboð. Blaðamannafundir og viðtöl. Kvikmyndagagnrýnendur eru alveg sér þjóðflokkur og hér eru mjög hressilegar týpur. Hér eru bókstaflega allir fjölmiðlar heimsins mættir og fjölmiðlaherbergið þétt setið frá morgni til kvölds. Gagnrýnendur hringja inn stjörnugjafir beint eftir frumsýningar og ljósmyndarar í smóking senda bestu myndirnar beint af rauða dreglinum. Þegar ég labba í bíó fyrir allar aldir er fólk ennþá sofandi á ströndinni með ferðatöskurnar sínar. Það er ekkert grín að fá gistingu í þessum bæ meðan á hátíðinni stendur. Hér er túrismi í algjöru hámarki og allt á uppsprengdu verði. Það er örugglega mjög fínt að vera súper ríkur og geta lagt skútunni rétt fyrir utan ströndina og synt í land, eða gist á súper lúxus hóteli og slappað af þar sem aðstoðarmenn koma með bíómiða upp í hendurnar á þér og þú ferð í glæsikjólinn og labbar eftir rauða dreglinum til að sitja í þínu fínasta pússi í bíó. En fyrir flesta snýst hátíðin um biðraðir, hlaup og snap.
Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01