Lífið

Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rétturinn samanstendur af satay kjúklingi, hnetusósu, kókos-karrínúðlum og fersku grænmeti, allt borið fram á smjörsalatblöðum sem gera það einfalt að búa til eigin salatvefjur.
Rétturinn samanstendur af satay kjúklingi, hnetusósu, kókos-karrínúðlum og fersku grænmeti, allt borið fram á smjörsalatblöðum sem gera það einfalt að búa til eigin salatvefjur.

Thai kjúklinga salatvefjur með kókósnúðlum og fersku grænmeti eru einn af vinsælustu réttum hins margrómaða veitingastaðar Cheesecake Factory í Bandaríkjunum. Staðurinn er þekktur fyrir fjölbreyttan matseðil og ríkulega skammta.

Rétturinn samanstendur af satay kjúklingi, hnetusósu, kókos-karrínúðlum og fersku grænmeti og er tilvalinn sem léttur forréttur eða sem aðalréttur í matarboðið.

Hráefni

Satay kjúklingur

  • 700 g kjúklingalæri, skorin í strimla
  • 60 ml sojasósa
  • 2 msk límónusafi
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 3/4 tsk chilíflögur
  • 2 msk vatn
  • 4 vorlaukar, smátt skornir

Baunaspírur

  • Handfylli baunaspírur
  • 1 msk sesamolía
  • 1 msk sojasósa
  • 1 tsk sesamfræ, ristuð

Kókosnúðlur

  • 350 g eggjanúðlur
  • 1 msk pressaður hvítlaukur
  • 1 msk rautt karrý paste
  • 250 ml kókosmjólk
  • 250 ml kjúklingasoð
  • 1 msk karrý
  • Klípa turmeric
  • 1 msk fiskisósa
  • 1 msk límónusafi

Thai agúrkur

  • 80 ml hrísgrjónaedik
  • 50 g sykur
  • 60 ml vatn
  • 1/4 tsk salt
  • 1/4 tsk pipar
  • 1 stór agúrka, skorin

Tamarind sósa

  • 40 g kasjúhnetur, saxaðar
  • 1 msk hoisin sósa
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 vorlaukar, saxaðir
  • 1/2 tsk pipar
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • 60 ml olía
  • 3 msk hunang
  • 6 msk hrísgrjónaedik
  • 1/2 tsk tamarind mauk
  • 1/2 tsk ristuð sesamfræ

Hnetusmjörsósa

  • 70 g mjúkt hnetusmjör
  • 2 msk vatn
  • 4 msk sykur
  • 1 msk sojasósa
  • 1 tsk hrísgrjónaedik
  • 1 tsk límónusafi
  • 1/2 tsk chilíolia

Sæt chilísósa

  • 60 ml hrísgrjónaedik
  • 2 msk fiskisósa
  • 60 ml heitt vatn
  • 2 msk sykur
  • Safi úr 1 límónu
  • 1 tsk pressaður hvítlaukur
  • 1 tsk chilí mauk

Aðferð

1. Satay kjúklingur

  • Blandið saman sojasósu, límónusafa, hvítlauk og chilíflögur. Bætið vatni saman við.
  • Leggið kjúklinginn í blönduna og marinerið í lágmark 30 mínútur.
  • Eldið kjúklinginn í ofni eða á pönnu þar til hann er tilbúinn. Skerið langsum í bita og setjið til hliðar.

2. Baunaspírur

  • Hitið sesamolíu á pönnu.
  • Bætið baunaspírum út og steikið þar til þær mýkjast.
  • Geymið í kæli.

3. Kókosnúðlur

  • Eldið núðlur samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  • Hitið kókosmjólk með hvítlauk og karrý paste í potti við lágan hita.
  • Blandið núðlunum saman við og bætið við karrý, turmeric, fiskisósu og límónusafa.

4. Thai agúrkur

  • Blandið saman edik, sykur, vatn, salt og pipar. Hitið við miðlungs hita þar til sykurinn er uppleystur.
  • Látið blönduna kólna og hellið yfir sneidda agúrku.
  • Setjið lok yfir og geymið í kæli í allt að tvær klukkustundir.

5. Tamarind sósa

  • Maukið kasjúhnetur, hoisin, hvítlauk, vorlauk og krydd í blandara.
  • Hitið olíu með hunangi, ediki og tamarind pulp í eina mínútu.
  • Blandið þessu við kasjúhnetublönduna. 
  • Stráið sesamfræjum yfir. Kælið í 30 mínútur.

6. Hnetusmjörsósa

  • Blandið öll hráefni saman í potti.
  • Hitið við vægan hita þar til blandan byrjar að sjóða.
  • Takið af hitanum og setjið til hliðar.

7. Sæt chilísósa

  • Blandið öllu saman í blandara og maukið þar til slétt.
  • Hellið í skál og berið fram.

Hráefni sett til hliðar í sér skálar:

  • Stór kálblöð
  • Gulrætur skornar í litlar ræmur
  • Kóríander
  • Fínt saxaðar salthnetur

Setjið hráefni í skálar eða á stóran platta: kjúkling, kókosnúðlur, baunaspírur, Thai-agúrkur, kálblöð og sósur. Raðið öllum hráefnum þannig að hver og einn geti útbúið sína eigin vefju eftir smekk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.