Lífið

Kristján Einar leitar sér að­stoðar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kristján Einar 
Kristján Einar  Vísir/Einar

Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á þar sem áfengi hafi tekið yfirhöndina á lífi hans.

„Síðustu mánuði hef­ur áfengi haft yf­ir­hönd­ina á mér og farið langt fram úr því sem ég sjálf­ur gat stjórnað. Núna er ég á leiðinni inn til að fá þá aðstoð sem ég þarf. Af þeim sök­um mun ég ekki svara skila­boðum á meðan vist mín þar stend­ur. Mbk. Kristján,“ skrifar Kristján Einar á In­sta­gram og birti mynd af skilti sjúkrahússins.

Kristján hafði áður sótt meðferð og árið 2023 fór hann aftur í meðferðarheimilið Krýsuvík, eftir að hann losnaði úr fangelsi í Málaga á Spáni í lok nóvember 2022, þar sem hann hafði setið átta mánuði. Hann lýsti því að gróft ofbeldi, þar á meðal morðtilraunir og nauðganir, hafi verið daglegt brauð í fangelsinu. Frá þessu greindi hann einnig á samfélagsmiðlum.

„Lífið hefur verið upp og niður eftir að ég kom út úr [fangelsi], og í sannleika var það orðið of mikið fyrir mig og ég hef tekið þá ákvörðun að fara í langtíma meðferð á Krýsuvik í eins marga mánuði og mér finnst ég þurfa til þess að rétta út kútnum, þetta er stórt skref fyrir mig og ég vona að Jesú sé að fylgja mér í rétta átt.“ 

Kleini ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok nóvember 2022.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.