Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2025 13:55 Macaulay Culkin segir John Candy hafa gert sér grein fyrir því að Kit Culkin væri ekki góður við börn sín á undan öðrum. Getty Macaulay Culkin, ein frægasta barnastjarna allra tíma, segist þakklátur leikaranum John Candy, sem vann með honum að tveimur myndum, fyrir að taka eftir því að faðir Culkin væri „skrímsli“ og láta sig barnastjörnuna varða. Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan: Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira
Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan:
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira
Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00