Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Hanna Björk Valsdóttir skrifar 28. apríl 2007 00:01 Íranskar stelpur med lúkkið á hreinu. Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. En þegar sólin byrjar að hita fólkið verður íslamska dresskódið enn erfiðara fyrir stelpurnar. Þegar maður er að kafna úr hita vill maður helst rífa af sér slæðuna og fara úr langermunum. Stelpurnar skipta yfir í þynnri jakka og slæðurnar verða efnisminni. En þá ákveður siðgæðislögreglan að herða aðgerðir og eftirlit. Þær stelpur sem eru með of mikið meiköpp, í of stuttum eða þröngum jakka eða með of þunna eða litla slæðu eru handteknar. Núna sér maður á öllum torgum og helstu stöðum þar sem unga fólkið kemur saman hóp af lögreglumönnum tilbúnum með rútu til að sópa stelpunum upp í með góðu eða illu. Í mollunum eru líka leynilöggur, konur í svörtum chador, sem horfa rannsakandi augum yfir mannskapinn. Ég er reyndar sammála því að sumar gellurnar mega slaka á stríðsmálningunni. En það er hálf sorglegt að fylgjast með yfirvaldinu fara offari í slæðurassíunni og stelpurnar verða núna vinsamlegast að draga þær fram á enni. Mér skilst reyndar að svona rassía fari fram á hverju sumri og svo slakni aftur á eftirlitinu. Í rauninni er enginn staður fyrir allt þetta unga fólk til að fara á og engin skemmtun í boði. Ég bý við Valiasr, lengstu götu í Teheran, sem tengir borgarhluta frá suðri til norðurs og þar er rúnturinn. Þar keyra þau í hringi á hverju kvöldi, blikka hvert annað og skiptast á símanúmerum. Á Valiasr er líka Jam-e-jam, mini-moll með veitingastöðum og kaffihúsum og þar eru unglingarnir eins uppstrílaðir og hugsast getur. Þar fer fram tískusýning dauðans. Allt það ýktasta úr persnesku tískunni, túberaðir toppar og tonn af andlitsfarða, strikaðar augabrýr og háir hælar. Þar fer líka fram pörun dauðans og allt snýst um að komast á séns og það strax. Hanna Björk Valsdóttir.Í Niavayran býr ríka fólkið og þar er listamiðstöð með kaffihúsi sem artí týpurnar fjölmenna á. Þar er krúttkynslóð Teheran að finna. Artí unglingarnir eru ofurtrendí og dressa sig niður á jörðina, náttúruleg fegurð og þægilegur klæðnaður. Afslappað og kúl. Þessar tvær senur eru algjörar andstæður. Það er enginn millivegur í þessari borg. Teheran er reyndar í húrrandi mótsögn við sjálfa sig og lífið hérna gæti ekki einkennst af meiri andstæðum. En það sem þessir hópar eiga sameiginlegt er að vera á móti íslömsku siðgæði og ungu krakkarnir eru upp til hópa ekki mjög hrifnir af þessum Guði sem setur reglurnar. Það er merkilegt að búa í samfélagi þar sem fólkið og þess viðhorf til lífsins er svo allt annað en það sem virðist á yfirborðinu. Fólkið er svo langt á undan lögunum og reglunum úr Kóraninum sem ennþá er farið eftir. Frá því ég kom hingað hef ég oft velt því fyrir mér af hverju það eru marglituð diskóljós við endann á götunni minni sem blikka á hverju kvöldi og minna allt unga fólkið sem fjölmennir á Valiasr á að það er ekkert diskótek í þessari borg. Enginn skemmtistaður. Í gærkvöldi keyrði ég þessa götu klukkan tvö um nótt, sem þýddi að vera föst í traffík, bíl við bíl, og varla hægt að komast áfram en það var stórmerkilegt að fylgjast með krökkunum í bílunum, allir með rúðuna skrúfaða niður og tónlistina í botni. Eins og að vera á skemmtistað í bíl. Þannig er líka stórkostlega aðdáunarvert hvernig Teheran-búar hafa komið sér upp sannkölluðum partípleisum. Eldra og ríkara fólkið býr í stórum húsum og heldur risapartí. Að labba inn í sum þessi partí er nákvæmlega eins og að labba inn á skemmtistað; tónlist í botni, dansgólf og diskókúlur. Sumar íbúðir minna líka meira á bari en íbúðir. Maður fer varla í partí án þess að það sé plötusnúður að spila og stofurnar eru innréttaðar með dj-búrum og alvöru barborðum. Fólk finnur alltaf einhverja leið. Undir yfirborðinu leynist allt önnur Teheran. hannabjork@gmail.comhannabjork.blogspot.com Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. En þegar sólin byrjar að hita fólkið verður íslamska dresskódið enn erfiðara fyrir stelpurnar. Þegar maður er að kafna úr hita vill maður helst rífa af sér slæðuna og fara úr langermunum. Stelpurnar skipta yfir í þynnri jakka og slæðurnar verða efnisminni. En þá ákveður siðgæðislögreglan að herða aðgerðir og eftirlit. Þær stelpur sem eru með of mikið meiköpp, í of stuttum eða þröngum jakka eða með of þunna eða litla slæðu eru handteknar. Núna sér maður á öllum torgum og helstu stöðum þar sem unga fólkið kemur saman hóp af lögreglumönnum tilbúnum með rútu til að sópa stelpunum upp í með góðu eða illu. Í mollunum eru líka leynilöggur, konur í svörtum chador, sem horfa rannsakandi augum yfir mannskapinn. Ég er reyndar sammála því að sumar gellurnar mega slaka á stríðsmálningunni. En það er hálf sorglegt að fylgjast með yfirvaldinu fara offari í slæðurassíunni og stelpurnar verða núna vinsamlegast að draga þær fram á enni. Mér skilst reyndar að svona rassía fari fram á hverju sumri og svo slakni aftur á eftirlitinu. Í rauninni er enginn staður fyrir allt þetta unga fólk til að fara á og engin skemmtun í boði. Ég bý við Valiasr, lengstu götu í Teheran, sem tengir borgarhluta frá suðri til norðurs og þar er rúnturinn. Þar keyra þau í hringi á hverju kvöldi, blikka hvert annað og skiptast á símanúmerum. Á Valiasr er líka Jam-e-jam, mini-moll með veitingastöðum og kaffihúsum og þar eru unglingarnir eins uppstrílaðir og hugsast getur. Þar fer fram tískusýning dauðans. Allt það ýktasta úr persnesku tískunni, túberaðir toppar og tonn af andlitsfarða, strikaðar augabrýr og háir hælar. Þar fer líka fram pörun dauðans og allt snýst um að komast á séns og það strax. Hanna Björk Valsdóttir.Í Niavayran býr ríka fólkið og þar er listamiðstöð með kaffihúsi sem artí týpurnar fjölmenna á. Þar er krúttkynslóð Teheran að finna. Artí unglingarnir eru ofurtrendí og dressa sig niður á jörðina, náttúruleg fegurð og þægilegur klæðnaður. Afslappað og kúl. Þessar tvær senur eru algjörar andstæður. Það er enginn millivegur í þessari borg. Teheran er reyndar í húrrandi mótsögn við sjálfa sig og lífið hérna gæti ekki einkennst af meiri andstæðum. En það sem þessir hópar eiga sameiginlegt er að vera á móti íslömsku siðgæði og ungu krakkarnir eru upp til hópa ekki mjög hrifnir af þessum Guði sem setur reglurnar. Það er merkilegt að búa í samfélagi þar sem fólkið og þess viðhorf til lífsins er svo allt annað en það sem virðist á yfirborðinu. Fólkið er svo langt á undan lögunum og reglunum úr Kóraninum sem ennþá er farið eftir. Frá því ég kom hingað hef ég oft velt því fyrir mér af hverju það eru marglituð diskóljós við endann á götunni minni sem blikka á hverju kvöldi og minna allt unga fólkið sem fjölmennir á Valiasr á að það er ekkert diskótek í þessari borg. Enginn skemmtistaður. Í gærkvöldi keyrði ég þessa götu klukkan tvö um nótt, sem þýddi að vera föst í traffík, bíl við bíl, og varla hægt að komast áfram en það var stórmerkilegt að fylgjast með krökkunum í bílunum, allir með rúðuna skrúfaða niður og tónlistina í botni. Eins og að vera á skemmtistað í bíl. Þannig er líka stórkostlega aðdáunarvert hvernig Teheran-búar hafa komið sér upp sannkölluðum partípleisum. Eldra og ríkara fólkið býr í stórum húsum og heldur risapartí. Að labba inn í sum þessi partí er nákvæmlega eins og að labba inn á skemmtistað; tónlist í botni, dansgólf og diskókúlur. Sumar íbúðir minna líka meira á bari en íbúðir. Maður fer varla í partí án þess að það sé plötusnúður að spila og stofurnar eru innréttaðar með dj-búrum og alvöru barborðum. Fólk finnur alltaf einhverja leið. Undir yfirborðinu leynist allt önnur Teheran. hannabjork@gmail.comhannabjork.blogspot.com
Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01