Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Hanna Björk Valsdóttir skrifar 10. mars 2007 00:01 Háskólastelpur í Íran. Skylda er að vera með svörtu hettuna í skólum. Ungar konur ýta henni sífellt aftar til að sýna meira af hári og það er tímaspursmál hvenær hettan fýkur endanlega. Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. Síðasta fimmtudagskvöld fór ég með vinkonu minni í partí rétt fyrir utan Teheran. Þessi vinkona mín er ein frægasta leikkona Írana og því í innstu kreðsu lista- og menningargeirans. Eftir því sem maður kemst ofar í þjóðfélagsstigann er fólkið og viðhorfið vestrænna. Það er algengt að ríka fólkið í Teheran eigi annað hús rétt fyrir utan borgina. Þar getur það slappað af, andað að sér fersku lofti og haldið brjáluð partí í risahúsum. Þar sem við brunuðum í mesta sakleysi eftir hraðbrautinni út úr Teheran komum við að vegatálmum. Áður en við vissum af var lögreglan búin að stoppa okkur og við umkringd hermönnum og lögreglu, og umstangið mjög mikið. Ég vissi ekkert hvað var að gerast en þar sem ég stóð í vegarkantinum á háhæluðum skóm með varalit og bleika slæðu á höfðinu, hvíslaði vinkona mín: „Ekki vera hrædd.“ Þarna stóðum við tvær í sparifötunum á leiðinni í partí og vorum skyndilega umkringdar hermönnum með vélbyssur. Á augnabliki var lögreglan búin að umturna bílnum okkar í leit að einhverju, líklega áfengi eða popptónlist. Ég hafði ekki tíma til að vera hrædd því mér fannst svo stórmerkilegt að fylgjast með þessum mönnum, sem æddu fram og til baka með hrópum og köllum sem ég skildi ekki. Þetta var eins og atriði í bíómynd. Svona er lífið hérna stundum súrrealískt. Að sjálfsögðu fannst ekkert í bílnum okkar og við brunuðum í partíið eins og ekkert hefði í skorist. Vinkona mín fullvissaði mig samt um það að hún hefði aldrei lent í þessu áður og sagði svo í gríni að kannski væri aukið öryggi vegna þess að nú væri Alþjóðakvennadagurinn. Aðalfréttir síðustu viku frá Íran voru konurnar þrjátíu og þrjár sem voru handteknar fyrir að mótmæla fyrir utan réttarhöld yfir öðrum fimm írönskum konum sem berjast fyrir auknum réttindum kvenna. Þessar konur eru allar menntaðar og eru úr efri stigum þjóðfélagsins. Þar er áherslan á breytingar mest sem og baráttan fyrir rétti kvenna. Fátæku, trúuðu og ómenntuðu konurnar hafa ekki bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum og sætta sig við að hylja höfuðið með öllu sem því fylgir. Þessar handteknu baráttukonur eru aðeins að fara fram á það að aflétt verði lögum sem geta dæmt konur til dauða fyrir framhjáhald með steinkasti og að konur séu metnar til jafns við karlmenn, en í dag er staðan þannig að fyrir rétti hefur vitnisburður karlmanns helmingi meira vægi en vitnisburður konu. Tvær konur eru til jafns við einn karlmann. Þetta er ennþá Íran þó ég gleymi því stundum þegar ég er með vinkonum mínum sem eru alveg eins og hvar annars staðar í heiminum.Hanna Björk Valsdóttir.Ég fæ reyndar alltaf vægt menningarsjokk í hvert sinn sem ég labba inn í partí hér. Íran úti á götu og Íran inni í húsi er tvennt ólíkt. Í partíum eru konur mjög glannalega klæddar, stífmálaðar og stífgreiddar, eins og dúkkur. Tónlist, dans og matur lýsa partíum best. Og það í þessari röð. Þegar fólk mætir er tónlistin alltaf í botni og allir dansa af miklum krafti. Það er enginn feiminn á dansgólfinu og svitinn bogar af karlmönnunum. Þegar arabískir tónar heyrast breytast konurnar í persneskar prinsessur. Mjaðmir byrja að sveiflast og hendur lykkjast í hringi. Þvílíkar hreyfingar og þvílík fágun. Þá hætti ég yfirleitt að brussast á dansgólfinu. Maturinn er borinn fram eftir miðnætti en eftir matinn hægist á dansinum og fólk getur talað saman áður en það fer að tínast heim. Svona eru hlutirnir oft í öfugri röð í Íran. Lífið hérna er gjörsamlega frábrugðið því sem ég hef áður kynnst og maður verður stöðugt að búa sig undir það óvænta. Rútína er ekki til í orðaforða Írana og því er ekkert sem heitir rútína hér. Enginn dagur er eins. En það er einmitt það sem gerir Teheran að stórskemmtilegri og mjög svo spennandi borg. hannabjork@gmail.com. Fyrri pistla frá Íran má lesa á www.hannabjork.blogspot.com og á visir.is Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. Síðasta fimmtudagskvöld fór ég með vinkonu minni í partí rétt fyrir utan Teheran. Þessi vinkona mín er ein frægasta leikkona Írana og því í innstu kreðsu lista- og menningargeirans. Eftir því sem maður kemst ofar í þjóðfélagsstigann er fólkið og viðhorfið vestrænna. Það er algengt að ríka fólkið í Teheran eigi annað hús rétt fyrir utan borgina. Þar getur það slappað af, andað að sér fersku lofti og haldið brjáluð partí í risahúsum. Þar sem við brunuðum í mesta sakleysi eftir hraðbrautinni út úr Teheran komum við að vegatálmum. Áður en við vissum af var lögreglan búin að stoppa okkur og við umkringd hermönnum og lögreglu, og umstangið mjög mikið. Ég vissi ekkert hvað var að gerast en þar sem ég stóð í vegarkantinum á háhæluðum skóm með varalit og bleika slæðu á höfðinu, hvíslaði vinkona mín: „Ekki vera hrædd.“ Þarna stóðum við tvær í sparifötunum á leiðinni í partí og vorum skyndilega umkringdar hermönnum með vélbyssur. Á augnabliki var lögreglan búin að umturna bílnum okkar í leit að einhverju, líklega áfengi eða popptónlist. Ég hafði ekki tíma til að vera hrædd því mér fannst svo stórmerkilegt að fylgjast með þessum mönnum, sem æddu fram og til baka með hrópum og köllum sem ég skildi ekki. Þetta var eins og atriði í bíómynd. Svona er lífið hérna stundum súrrealískt. Að sjálfsögðu fannst ekkert í bílnum okkar og við brunuðum í partíið eins og ekkert hefði í skorist. Vinkona mín fullvissaði mig samt um það að hún hefði aldrei lent í þessu áður og sagði svo í gríni að kannski væri aukið öryggi vegna þess að nú væri Alþjóðakvennadagurinn. Aðalfréttir síðustu viku frá Íran voru konurnar þrjátíu og þrjár sem voru handteknar fyrir að mótmæla fyrir utan réttarhöld yfir öðrum fimm írönskum konum sem berjast fyrir auknum réttindum kvenna. Þessar konur eru allar menntaðar og eru úr efri stigum þjóðfélagsins. Þar er áherslan á breytingar mest sem og baráttan fyrir rétti kvenna. Fátæku, trúuðu og ómenntuðu konurnar hafa ekki bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum og sætta sig við að hylja höfuðið með öllu sem því fylgir. Þessar handteknu baráttukonur eru aðeins að fara fram á það að aflétt verði lögum sem geta dæmt konur til dauða fyrir framhjáhald með steinkasti og að konur séu metnar til jafns við karlmenn, en í dag er staðan þannig að fyrir rétti hefur vitnisburður karlmanns helmingi meira vægi en vitnisburður konu. Tvær konur eru til jafns við einn karlmann. Þetta er ennþá Íran þó ég gleymi því stundum þegar ég er með vinkonum mínum sem eru alveg eins og hvar annars staðar í heiminum.Hanna Björk Valsdóttir.Ég fæ reyndar alltaf vægt menningarsjokk í hvert sinn sem ég labba inn í partí hér. Íran úti á götu og Íran inni í húsi er tvennt ólíkt. Í partíum eru konur mjög glannalega klæddar, stífmálaðar og stífgreiddar, eins og dúkkur. Tónlist, dans og matur lýsa partíum best. Og það í þessari röð. Þegar fólk mætir er tónlistin alltaf í botni og allir dansa af miklum krafti. Það er enginn feiminn á dansgólfinu og svitinn bogar af karlmönnunum. Þegar arabískir tónar heyrast breytast konurnar í persneskar prinsessur. Mjaðmir byrja að sveiflast og hendur lykkjast í hringi. Þvílíkar hreyfingar og þvílík fágun. Þá hætti ég yfirleitt að brussast á dansgólfinu. Maturinn er borinn fram eftir miðnætti en eftir matinn hægist á dansinum og fólk getur talað saman áður en það fer að tínast heim. Svona eru hlutirnir oft í öfugri röð í Íran. Lífið hérna er gjörsamlega frábrugðið því sem ég hef áður kynnst og maður verður stöðugt að búa sig undir það óvænta. Rútína er ekki til í orðaforða Írana og því er ekkert sem heitir rútína hér. Enginn dagur er eins. En það er einmitt það sem gerir Teheran að stórskemmtilegri og mjög svo spennandi borg. hannabjork@gmail.com. Fyrri pistla frá Íran má lesa á www.hannabjork.blogspot.com og á visir.is
Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01