Lífið

Yfir sig ást­fangin og býr bæði á Spáni og Ís­landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Peter og Ásthildur ástfangin á Íslandi og Spáni.
Peter og Ásthildur ástfangin á Íslandi og Spáni.

Ásthildur Huber er fjölhæf kona sem er allt í senn ljósmóðir, næringarráðgjafi og fasteignasali og nú einnig hótelstýra.

Hún hefur komið sér upp draumalífi þar sem hún nýtur sólar á veturna á Spáni en íslenskrar náttúru á sumrin. Ásthildur er yfir sig ástfangin af seinni manni sínum Peter og nú reka þau saman Hótel Varmaland í Borgarfirði. Þar hefur Ásthildur meðal annars nýtt hæfileika sína og galdrað fram heilsurétti innan um víðfræga hefðbundnari sælkerarétti hótelsins. 

Vala Matt skellti sér í Borgarfjörðinn og heimsótti Ásthildi í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi og fékk þar að heyra um hennar ævintýralega líf.

Ætla ráðast í breytingar á Spáni

„Við búum í frekar venjulegu raðhúsi á Spáni, en það er nokkuð gamalt húsið. Við ætlum aðeins að breyta til og opna eldhúsið og svona,“ segir Ásthildur.

„Ég reyni að hafa stílinn minn hlýlegan, það er aðalatriðið,“ segir hún en eins og áður segir reka þau hjónin Hótel Varmahlíð.

„Við elskum að vera á Spáni en það var svo æðislegt að fá þetta tækifæri og við elskum líka að vera á Íslandi. Við ákváðum að stökkva á tækifærið þegar það gafst og sjáum núna um daglegan rekstur hótelsins þegar við erum hérna á landinu og það er nóg að gera hjá okkur. Umhverfið hérna er ólýsanlegt. Þetta er svona falin perla og það vita ekkert margir af þessu,“ segir Ásthildur en Peter hefur sjálfur starfað sem fasteignasali á Spáni í mörg ár.

„Hann er að vinna við það líka svona til hliðar og er aðallega í svona stórum lúxusvillum á Altea,“ segir Ásthildur en hún stendur fyrir heilsunámskeiðum hér á landi einnig. Enda heilsuráðgjafi en hér að neðan má sjá innslagið frá því í gærkvöldi í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.