Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Hanna Björk Valsdóttir skrifar 11. febrúar 2007 00:01 Inngangurinn að borginni Persepolis. Fornminjar frá siðmenningu í Íran um 500 árum fyrir Krist. Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. Ég gleymi því líka stundum hvað Íran er stórt land og þar búa um 80 milljónir. Íran er mjög fallegt land, og hefur upp á allt að bjóða, magnaða náttúrufegurð, fjöll og strendur og ævaforna menningu, íburðarmiklar moskur, grafreiti og hallir. Og þar að auki fornminjar frá því fyrir fæðingu Krists. Íran er mjög ríkt land en á móti kemur hversu lokað það er. Í síðustu viku flaug ég til Shiraz í Suður-Íran með Iran Air. Eftirlitið á flugvellinum var ekki sérstaklega mikið og konurnar sem voru í öryggishliðinu nenntu varla að standa upp þó að hliðið pípti stöðugt á mig. Að sjálfsögðu var sér inngangur fyrir konur og karla. Shiraz er mikil menningarborg, þar eru fornar moskur og grafreitir, garðar og hallir. Shiraz er borg siðmenningar og fágunar og þar er hjarta persneskrar menningar að finna. Shiraz var áður höfuðborg Persíu og varð fræg fyrir menntun, menningu og listir, ljóðlist, næturgala, rósir og vínekrur. Fólkið í Shiraz er alveg ótrúlega almennilegt og allir mjög áhugasamir um á hvaða ferðalagi ég væri og hvaðan ég kæmi. Leigubílstjórar neituðu oftar en ekki að taka við greiðslu eftir að hafa keyrt okkur á áfangastaðinn. Í rauninni þyrfti hvorki hótel né veitingastaði í Íran, heilu fjölskyldurnar keppast um að bjóða manni heim í mat og gistingu. Maður er alls staðar velkominn. Heilagt andrúmsloft í marglitum speglasölumHanna Björk Valsdóttir.Í Shiraz þurfti ég tvisvar að klæðast chador til að mega heimsækja heilaga staði múslima. Það er hægara sagt en gert. Chador er svarta skikkjan sem múslimakonur sveipa um sig og hylur þær frá toppi til táar. Virðing mín fyrir þessum konum hefur aukist til muna eftir að hafa reynt þennan klæðaburð. Chador er eitt stórt lak með engum ermum, hnöppum eða rennilás og þær halda þessu saman með höndunum eða tönnunum. Þegar ég sé þær klæðast þessu úti á götu, halda á barni og kannski einhverju öðru líka er ég viss um að þær eru með einhverja ofurkrafta. Ég átti í mestu vandræðum með að halda þessu saman og til þess þurfti ég að nota báðar hendur. Þar með var ég orðin handlama og gat ekkert annað gert. Þessar moskur eru ótrúlega fallegar, andrúmsloftið mjög heilagt og magnað að fylgjast með úr fjarlægð hversu máttur trúarinnar er mikill. Í einni moskunni í marglituðum gler- og speglasal með gull- og silfurslegnum hurðum krupu konurnar á gólfinu, allar í svörtum Chador, og báðu eftir kúnstarinnar reglum. Aðrar sátu upp við veggi og lásu úr Kóraninum meðan börnin þeirra léku sér á gólfinu. Rétt fyrir utan Shiraz standa minjarnar af borginni Persepolis sem var byggð á tímum fyrsta heimsveldis Persíu, um 520 fyrir Krist. Þangað kom fólk til að heimsækja konunginn og íburðurinn hefur verið mikill á þessum tíma. Borgin skemmdist í miklum eldi á tímum Alexanders mikla árið 330 fyrir Krist en ekki er vitað hvort Alexander brenndi borgina viljandi eða hvort kviknaði óvart í henni í einni af drykkjuveislunum. Það var magnað að eyða degi í þessari fornu borg og velta fyrir sér hvernig þeir fóru að því að byggja hana úr sandi og grjóti. Steinveggirnir segja miklar sögur með útskornum myndum og texta. Já, löngu fyrir Krist, á tímum fyrsta heimsveldis Persíu, ríkti mikil menning í Íran. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur út á flugvöllinn í Shiraz talaði um það alla leiðina hversu dapur hann verður yfir ástandinu í Íran í dag í hvert sinn sem hann fer til Persepolis og hugsar til þeirrar siðmenningar og frelsis sem var í landinu fyrir þúsundum ára.hannabjork@gmail.com Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. Ég gleymi því líka stundum hvað Íran er stórt land og þar búa um 80 milljónir. Íran er mjög fallegt land, og hefur upp á allt að bjóða, magnaða náttúrufegurð, fjöll og strendur og ævaforna menningu, íburðarmiklar moskur, grafreiti og hallir. Og þar að auki fornminjar frá því fyrir fæðingu Krists. Íran er mjög ríkt land en á móti kemur hversu lokað það er. Í síðustu viku flaug ég til Shiraz í Suður-Íran með Iran Air. Eftirlitið á flugvellinum var ekki sérstaklega mikið og konurnar sem voru í öryggishliðinu nenntu varla að standa upp þó að hliðið pípti stöðugt á mig. Að sjálfsögðu var sér inngangur fyrir konur og karla. Shiraz er mikil menningarborg, þar eru fornar moskur og grafreitir, garðar og hallir. Shiraz er borg siðmenningar og fágunar og þar er hjarta persneskrar menningar að finna. Shiraz var áður höfuðborg Persíu og varð fræg fyrir menntun, menningu og listir, ljóðlist, næturgala, rósir og vínekrur. Fólkið í Shiraz er alveg ótrúlega almennilegt og allir mjög áhugasamir um á hvaða ferðalagi ég væri og hvaðan ég kæmi. Leigubílstjórar neituðu oftar en ekki að taka við greiðslu eftir að hafa keyrt okkur á áfangastaðinn. Í rauninni þyrfti hvorki hótel né veitingastaði í Íran, heilu fjölskyldurnar keppast um að bjóða manni heim í mat og gistingu. Maður er alls staðar velkominn. Heilagt andrúmsloft í marglitum speglasölumHanna Björk Valsdóttir.Í Shiraz þurfti ég tvisvar að klæðast chador til að mega heimsækja heilaga staði múslima. Það er hægara sagt en gert. Chador er svarta skikkjan sem múslimakonur sveipa um sig og hylur þær frá toppi til táar. Virðing mín fyrir þessum konum hefur aukist til muna eftir að hafa reynt þennan klæðaburð. Chador er eitt stórt lak með engum ermum, hnöppum eða rennilás og þær halda þessu saman með höndunum eða tönnunum. Þegar ég sé þær klæðast þessu úti á götu, halda á barni og kannski einhverju öðru líka er ég viss um að þær eru með einhverja ofurkrafta. Ég átti í mestu vandræðum með að halda þessu saman og til þess þurfti ég að nota báðar hendur. Þar með var ég orðin handlama og gat ekkert annað gert. Þessar moskur eru ótrúlega fallegar, andrúmsloftið mjög heilagt og magnað að fylgjast með úr fjarlægð hversu máttur trúarinnar er mikill. Í einni moskunni í marglituðum gler- og speglasal með gull- og silfurslegnum hurðum krupu konurnar á gólfinu, allar í svörtum Chador, og báðu eftir kúnstarinnar reglum. Aðrar sátu upp við veggi og lásu úr Kóraninum meðan börnin þeirra léku sér á gólfinu. Rétt fyrir utan Shiraz standa minjarnar af borginni Persepolis sem var byggð á tímum fyrsta heimsveldis Persíu, um 520 fyrir Krist. Þangað kom fólk til að heimsækja konunginn og íburðurinn hefur verið mikill á þessum tíma. Borgin skemmdist í miklum eldi á tímum Alexanders mikla árið 330 fyrir Krist en ekki er vitað hvort Alexander brenndi borgina viljandi eða hvort kviknaði óvart í henni í einni af drykkjuveislunum. Það var magnað að eyða degi í þessari fornu borg og velta fyrir sér hvernig þeir fóru að því að byggja hana úr sandi og grjóti. Steinveggirnir segja miklar sögur með útskornum myndum og texta. Já, löngu fyrir Krist, á tímum fyrsta heimsveldis Persíu, ríkti mikil menning í Íran. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur út á flugvöllinn í Shiraz talaði um það alla leiðina hversu dapur hann verður yfir ástandinu í Íran í dag í hvert sinn sem hann fer til Persepolis og hugsar til þeirrar siðmenningar og frelsis sem var í landinu fyrir þúsundum ára.hannabjork@gmail.com
Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01