Sautján ára söngdrottning 26. maí 2007 16:00 Hin sautján ára Jordin Sparks var valin sigurvegari American Idol. MYND/AFP Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira