Innlent

Minningarathöfn í Keflavíkurkirkju lokið

Frá Keflavíkurkirkju í kvöld.
Frá Keflavíkurkirkju í kvöld. Mynd/ Víkurfréttir
Minningarathöfn um Kristin Veigar Sigurðsson, litla drenginn sem lést eftir umferðarslys í Keflavík á föstudag, er lokið. Athöfnin hófst klukkan sex í kvöld. Að sögn Sigfúsar B. Ingvasonar, prests í Keflavíkurkirkju var mikill samhugur í fólki og var kirkjan um það bil full. Nokkrir af aðstandendum Kristins Veigars voru við athöfnina en fólk kom víða að til að vera viðstatt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×