Innlent

Mennirnir látnir lausir

Einn maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag.
Einn maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag.

Mennirnir sem handteknir voru í gærkvöldi og færðir til yfirheyrslu vegna banaslyssins á Vesturgötu i Reykjanesbæ á föstudaginn verða látnir lausir í kvöld. Mennirnir hafa verið við skýrslutökur hjá lögreglu frá því í gærkvöld. Þeir voru taldir búa yfir upplýsingum í málinu en maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið á Kristin Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, neitar sök í málinu. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Trefjar sem talið er að séu úr fötum drengsins fundust á bíl mannsins og hafa þau nú verið send til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×