Innlent

Pallhús fauk út í Skutulsfjörð

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Páll Bergmann

Pallhús fauk af bifreið sem var á leið um Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í slæmu veðri á fimmtudaginn var. Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum gat ökumaður bílsins haldið áfram för sinni en pallhúsið sást síðar á floti í sjónum þarna skammt frá. Ekki var hægt að nálgast það vegna veðurs.

Þá fékk ökumaður í Bolungarvík aðsvif undir stýri á föstudag og endaði bifreið hans á snúrstaurum inni í húsagarði. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús vegna veikinda sinna en barn sem var með honum í bifreiðinni sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×