Það var víneftirlitið svokallað sem fór um miðborgina í dag og gaf sig á tal við veitingamenn á þeim stöðum þar sem borð utan dyra voru fleiri en leyfi var fyrir.
Ein þeirra veitingamanna sem fékk slíka heimsókn var Márus Jóhannsson á Tívólí neðarlega á Laugaveginum. Hann segir þörf á sveiganleika á dögum sem þessum.