Lífið

Urban aftur í meðferð

Keith Urban er ekki orðinn fullhress og fór aftur í meðferð.
Keith Urban er ekki orðinn fullhress og fór aftur í meðferð.

Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, er farinn aftur í meðferð eftir að hafa verið með fjölskyldunni í Ástralíu yfir jólin. Urban skráði sig í áfengismeðferð hjá Betty Ford-stofnuninni í Kaliforníu í október í fyrra en fékk að verja jólunum með fjölskyldunni en til Sydney hafði hann ekki komið síðan hann og Kidman gengu í það heilaga þar á síðasta ári.

Eftir að fjölmiðlar vestra gerðu því skóna að Urban hefði lokið meðferðinni tók talsmaður hans öll tvímæli af og tilkynnti að hann væri snúinn aftur á stofnunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.