Innlent

Kýldur þegar hann gekk á milli kærustupars

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í miðborg Reykjavíkur fyrir um ári.

Maðurinn sló fórnarlamb sitt hnefahöggi í andlit þannig að það féll í götuna og hlaut töluverða áverka í andliti. Til deilna kom á milli ákærða og unnustu hans og gekk maðurinn, sem ráðist var á, á milli þeirra til þess að stilla til friðar. Hinn ákærði kunni þessu illa og sló manninn með fyrrgreindum afleiðingum.

Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu rúmar 700 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×