Randver og Cleese í áramótaauglýsingu Kaupþings Höskuldur Daði Magnússon skrifar 19. desember 2007 00:01 Randver Þorláksson leikur aðalhlutverkið í stórri áramótaauglýsingu Kaupþings sem frumsýnd verður á gamlárskvöld. Þar leikur hann á móti John Cleese, en Monty Python-hópurinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Spaugstofumönnum.Fréttablaðið/GVA Breski stórleikarinn John Cleese kemur fram í áramótaauglýsingu Kaupþings annað árið í röð. Að þessu sinni verður Cleese þó ekki í aðalhlutverkinu. John Cleese verður aukaleikari við hlið Randvers Þorlákssonar. „Ég er bundinn trúnaðarskyldu og get ekkert tjáð mig,“ sagði Randver Þorláksson þegar Fréttablaðið spurði hann út í leik sinn með John Cleese. Mikil leynd hefur hvílt yfir verkefninu síðustu vikur og mánuði en smátt og smátt hafa ýmis smáatriði kvisast út. Þannig hefur Fréttablaðið það fyrir víst að auglýsingin hafi verið tekin upp í Los Angeles fyrir skemmstu. Höfundur hennar er Jón Gnarr og var hann viðstaddur tökurnar ásamt öðrum starfsmönnum auglýsingastofunnar EnnEmm. Erlent tökulið sá um upptökurnar. Auglýsing Kaupþings verður að öllum líkindum frumsýnd í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld, en sá háttur var hafður á í fyrra þegar Cleese birtist landsmönnum óvænt með Þorstein Guðmundsson sér við hlið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að 60 sekúndna auglýsingahlé í miðju Skaupinu væri selt fyrir minnst þrjár milljónir króna. Bloggarinn Ómar R. Valdimarsson fullyrðir að fasteignasalan Remax hafi keypt auglýsingahléið. Lárus Guðmundsson, auglýsingastjóri hjá RÚV, vildi ekki staðfesta þetta við Fréttablaðið í gær. Þetta hefur verið stormasamt ár hjá Randver Þorlákssyni. Hann var sem kunnugt er rekinn úr Spaugstofunni og var sú ákvörðun nokkuð umdeild. Margir lýstu óánægju með brottreksturinn en Randver hefur staðið keikur eftir. Hann hefur sýnt góða takta sem sjónvarpsmaður á ÍNN, sjónvarpsstöð Ingva Hrafns Jónssonar, og kom fram sem kynnir á tónleikum Ný dönsk í Borgarleikhúsinu. Upprisa Randvers nær svo hápunkti með leik hans á móti John Cleese, enda hefur Spaugstofan alltaf litið á Monty Python sem sín helstu átrúnaðargoð í gríninu. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Breski stórleikarinn John Cleese kemur fram í áramótaauglýsingu Kaupþings annað árið í röð. Að þessu sinni verður Cleese þó ekki í aðalhlutverkinu. John Cleese verður aukaleikari við hlið Randvers Þorlákssonar. „Ég er bundinn trúnaðarskyldu og get ekkert tjáð mig,“ sagði Randver Þorláksson þegar Fréttablaðið spurði hann út í leik sinn með John Cleese. Mikil leynd hefur hvílt yfir verkefninu síðustu vikur og mánuði en smátt og smátt hafa ýmis smáatriði kvisast út. Þannig hefur Fréttablaðið það fyrir víst að auglýsingin hafi verið tekin upp í Los Angeles fyrir skemmstu. Höfundur hennar er Jón Gnarr og var hann viðstaddur tökurnar ásamt öðrum starfsmönnum auglýsingastofunnar EnnEmm. Erlent tökulið sá um upptökurnar. Auglýsing Kaupþings verður að öllum líkindum frumsýnd í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld, en sá háttur var hafður á í fyrra þegar Cleese birtist landsmönnum óvænt með Þorstein Guðmundsson sér við hlið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að 60 sekúndna auglýsingahlé í miðju Skaupinu væri selt fyrir minnst þrjár milljónir króna. Bloggarinn Ómar R. Valdimarsson fullyrðir að fasteignasalan Remax hafi keypt auglýsingahléið. Lárus Guðmundsson, auglýsingastjóri hjá RÚV, vildi ekki staðfesta þetta við Fréttablaðið í gær. Þetta hefur verið stormasamt ár hjá Randver Þorlákssyni. Hann var sem kunnugt er rekinn úr Spaugstofunni og var sú ákvörðun nokkuð umdeild. Margir lýstu óánægju með brottreksturinn en Randver hefur staðið keikur eftir. Hann hefur sýnt góða takta sem sjónvarpsmaður á ÍNN, sjónvarpsstöð Ingva Hrafns Jónssonar, og kom fram sem kynnir á tónleikum Ný dönsk í Borgarleikhúsinu. Upprisa Randvers nær svo hápunkti með leik hans á móti John Cleese, enda hefur Spaugstofan alltaf litið á Monty Python sem sín helstu átrúnaðargoð í gríninu.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira