Ljóð á tungu Erla Gisladottir skrifar 16. nóvember 2007 16:59 Ljóðasamkeppnin Ljóð á tungu - ljóð um tungu er haldin ár hvert á vegum Fagráðs í íslensku við Kennaraháskóla Íslands í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í ár var leitað eftir efni sem tengist Jónasi Hallgrímsyni á einhvern hátt enda vel við hæfi á 200 ára afmælisdegi skáldsins. Lára Óskarsdóttir nemandi í íslensku á 4. ári grunnskólabraut orti vinningsljóðið; Undir áhrifum. Lára þakkaði ljóðagerðina hvatningu frá Þórði Helgasyni kennara sínum. Verðlaunin ætlar Lára að nýta í útgáfu af sinni fyrstu ljóðabók. Undir áhrifum Í nótt dreymdi mig draum um mann sem stóð upp á ílöngu fjalli Hann hélt á biðukollu og blés yfir landið. Ég spurði: hvað ertu að gera? Hann rétti mér sölnað blómið og sagði: Blástu sem þú getur því hvert frjó sáldrast á tungur um allt land og gerir fólkið Að þjóð. Ég blés þar til lítil hönd straukst við mína. Snáði með bústnar kinnar horfði í augu mér Er hann seildist eftir viðkvæmum stilknum Ég sleppti takinu og leit eftir fjallinu. Þar stóðu menn, konur og börn, hvert með sinn stilk. Ég leit á manninn sem snerist á hæli og sagði Ég bið að heilsa. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ljóðasamkeppnin Ljóð á tungu - ljóð um tungu er haldin ár hvert á vegum Fagráðs í íslensku við Kennaraháskóla Íslands í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í ár var leitað eftir efni sem tengist Jónasi Hallgrímsyni á einhvern hátt enda vel við hæfi á 200 ára afmælisdegi skáldsins. Lára Óskarsdóttir nemandi í íslensku á 4. ári grunnskólabraut orti vinningsljóðið; Undir áhrifum. Lára þakkaði ljóðagerðina hvatningu frá Þórði Helgasyni kennara sínum. Verðlaunin ætlar Lára að nýta í útgáfu af sinni fyrstu ljóðabók. Undir áhrifum Í nótt dreymdi mig draum um mann sem stóð upp á ílöngu fjalli Hann hélt á biðukollu og blés yfir landið. Ég spurði: hvað ertu að gera? Hann rétti mér sölnað blómið og sagði: Blástu sem þú getur því hvert frjó sáldrast á tungur um allt land og gerir fólkið Að þjóð. Ég blés þar til lítil hönd straukst við mína. Snáði með bústnar kinnar horfði í augu mér Er hann seildist eftir viðkvæmum stilknum Ég sleppti takinu og leit eftir fjallinu. Þar stóðu menn, konur og börn, hvert með sinn stilk. Ég leit á manninn sem snerist á hæli og sagði Ég bið að heilsa.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira