Innlent

Fimm af sjö bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tengjast eignakaupum á gamla varnarsvæðinu

Atli Gíslason hæstarréttarlögmaður og þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir harkalega sölu Þróunarfélagsins á eignum til Háskólavalla. Hann kallaði eftir útboðsgögnum, kaupsamningum og fleiru frá Þróunarfélaginu en hefur ekki fengið. Atli segir ljóst að lög hafi verið brotin við sölu eigna á gamla varnarsvæðinu.

Fjármálaráðuneytið fól Þróunarfélaginu umsýslu eigna ríkisins á gamla varnarsvæðinu. Í samningi þeirra á milli segir að þróunarfélagið sé opinber aðili í skilningi laga og beri að uppfylla þau. Þá segir hann tengsl bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ við ýmis félög tortryggileg.

Fimm af sjö bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins tengjast málinu á einhvern hátt.

Árni Sigfússon bæjarstjóri er í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og stjórnarformaður Keilis. Persónulega á hann ekki hlut í þessum félögum en er fulltrúi Reykjanesbæjar.

Steinþór Jónsson bæjarfulltrúi er stjórnarformaður Base. Hann er einn eigenda Hótel Keflavíkur sem á 9% hlut í Base.

Þorsteinn Erlingsson bæjarfulltrúi er stjórnarformaður Sparisjóðs Keflavíkur sem á rúmlega 22% hlut í Háskólavöllum og hlut í Base

Eignarhaldsfélagið 520 ehf. í eigu Garðars Vilhjálmssonar bæjarfulltrúa hefur keypt 800 fermetra skemmu af Base á varnarsvæðinu.

Og þá er Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra sem er fulltrúi ríkisins í samningnum við Þróunarfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×