Innlent

Átján mánaða fangelsi fyrir heiftúðlega árás á unnustuna

Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás á unnustu sína. Var talið að árásin hefði staðið yfir í að minnsta kosti hálfa klukkustund.

Meðal annars hafi maðurinn sest ofan á bak stúlkunnar, vafið sæng um höfuð hennar og þrýst andliti hennar svo henni hafi legið við köfnun.

Auk fangelsisvistarinnar var maðurinn dæmdur til þess að greiða unnustunni miskabætur að fjárhæð 1.200.000 krónur. Var við ákvörðun bóta litið til þess að andlegar afleiðingar árásarinnar hafi háð stúlkunni mikið og árásin hafi verið heiftúðleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×