Innlent

Sakfelldur fyrir að stela þremur tonnum af heitu vatni

Vatnið er svo sannarlega orðið dýrmætt.
Vatnið er svo sannarlega orðið dýrmætt.

Karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag sakfelldur fyrir að stela alls þremur tonnum af heitu vatni en því var frestað að refsa honum sérstaklega fyrir það.

Fram kemur í dómnum að lögregla hafi komið að manninum um miðja nótt í apríl þar sem hann var að stela heitu vatni með því að setja segul ofan á rennslismæli á hitaveitugrind í húsnæði fyrirtækis á Akureyri.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi og fram kom að hann hefði greitt fyrir stolna vatnið, alls 260 þúsund krónur. Í ljósi þess að maðurinn hafði aldrei áður komist í kast við lögin var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu og mun hún falla niður ef maðurinn heldur skilorð í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×