Innlent

Vaxandi óánægja með tryggingafélögin

Óánægja viðskiptavina íslensku tryggingafélaganna fer vaxandi þriðja árið í röð. Íslendingar eru óánægðari með þjónustu sinna tryggingafélaga en aðrar Noðrurlandaþjóðir með sín tryggingafélög.

Þetta er samkvæmt ánægjuvog sem Gallup mælir með að hringja í 250 viðskiptavini hvers tryggingafélags. Könnunin er gerð meðal almennings en nær ekki til fyrirtækja eða stofnana.

Það dregur úr ánægjunni þriðja árið í röð og ef litið er átta ár aftur í tímann hefur hún aðeins einu sinni verið örlítið minni. Hún mælist nú 66,5 stig að meðaltali fyrir öll trygginfafélögin en mældist 70 stig árið 2004.

Tryggingamistöðin hefur glatað mestum vinsældum síðan í fyrra en er samt vinsælasta félagið. Bornir eru saman ýmsir þættir þjónustunnar og er mat viðskiptavina allra félaganna mjög áþekkt. Íbúar hinna norrænu ríkjanna eru ánægðari með sín tryggingafélög, einkum Finnar og Danir, en Svíar eru næstum jafn óánægðir og Íslenidngar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×