Innlent

Bakkafjöruvegur verði byggður upp á næsta ári

Líkan af Bakkafjöru.
Líkan af Bakkafjöru. MYND/GVA

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 400 milljónir króna verði lagðar í nýjan Bakkkafjöruveg í tengslum við uppbyggingu ferjuhafnar í Bakkafjöru.

Fram kemur í áliti meirihlutans vegna fjárlagfrumvarps ársins 2008 að gert sé ráð fyrir að tengja höfnina við hringveginn með nýjum vegi frá hafnarstæðinu upp með Markarfljóti að vestanverðu. Talið er mikilvægt að vegurinn verði lagður á næsta ári vegna efnisflutninga að höfninni, en eins og kunnugt er á ferjan að sigla á milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja.

Meirihluti fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fjárheimild samgönguráðuneytisins verði lækkuð um nærri 1,8 milljarða króna frá fjárlagafrumvarpinu sjálfu. Þar skiptir mestu tímabundin 2,5 milljarða króna lækkun á framlögum til Vegagerðarinnar vegna framkvæmda sem ekki verða að veruleika þar sem undirbúningur þeirra er of skammt á veg kominn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×