ASÍ krefst að bætur verði aldrei lægri en 150 þúsund krónur 19. október 2007 18:45 Alþýðusambandið gerir kröfur um að stjórnvöld tryggi lága verðbólgu og vaxtakjör eins og þau eru í nágrannalöndum. ASÍ ætlar að berjast sérstaklega fyrir kjörum þeirra lægst launuðu í næstu kjarasamningum. Þetta var samþykkt á ársfundi ASÍ sem lauk nú síðdegis. Á ársfundinum var krafist að launafólk fái meiri hlutdeild í aukningu þjóðartekna. Ársfundurinn lagði áherslu á að samið verði um aukinn kaupmátt í komandi kjarasamningum. ASÍ vill að lægstu laun hækki sérstaklega, auk þess sem tekið verði af festu á launamisrétti kynjanna. Fundurinn telur áríðandi að stjórnvöld komi sérstaklega til móts við lág- og millitekjufólk með aðgerðum í skatta-, velferðar- og menntamálum. ASÍ vill að skattbyrði þeirra tekjulægri verði lækkuð. Þá var samþykkt á fundinum að sérstakt átak verði gert í málefnum barnafjölskyldna, í húsnæðismálum og dregið verði úr tekjutengingum velferðarkerfisins. ASÍ er með tillögu um að skilgreina lágmarksviðmiðun bóta út frá tekjudreifingu, sem í dag myndu þýða 150 þúsund króna lágmarksbætur á mánuði. Samþykkt var krafa á stjórnvöld um að tryggja efnahagslegan stöðugleika með lágri verðbólgu, sambærilegum vaxtakjörum og í nágrannalöndunum og stöðugu gengi. Þeir sem kjörnefnd ársfundar ASÍ lagði til að yrðu kjörnir í miðstjórn ASÍ náðu kjöri á ársfundinum. Flest atkvæði hlaut Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Signý Jóhannesdóttir, fulltrúi Starfsgreinasambandsins, tapaði hins vegar fyrir Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, núverandi varaforseta, í baráttu um embætti varaforseta. Ingibjörg er fulltrúi verslunarmanna í forystu ASÍ. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Alþýðusambandið gerir kröfur um að stjórnvöld tryggi lága verðbólgu og vaxtakjör eins og þau eru í nágrannalöndum. ASÍ ætlar að berjast sérstaklega fyrir kjörum þeirra lægst launuðu í næstu kjarasamningum. Þetta var samþykkt á ársfundi ASÍ sem lauk nú síðdegis. Á ársfundinum var krafist að launafólk fái meiri hlutdeild í aukningu þjóðartekna. Ársfundurinn lagði áherslu á að samið verði um aukinn kaupmátt í komandi kjarasamningum. ASÍ vill að lægstu laun hækki sérstaklega, auk þess sem tekið verði af festu á launamisrétti kynjanna. Fundurinn telur áríðandi að stjórnvöld komi sérstaklega til móts við lág- og millitekjufólk með aðgerðum í skatta-, velferðar- og menntamálum. ASÍ vill að skattbyrði þeirra tekjulægri verði lækkuð. Þá var samþykkt á fundinum að sérstakt átak verði gert í málefnum barnafjölskyldna, í húsnæðismálum og dregið verði úr tekjutengingum velferðarkerfisins. ASÍ er með tillögu um að skilgreina lágmarksviðmiðun bóta út frá tekjudreifingu, sem í dag myndu þýða 150 þúsund króna lágmarksbætur á mánuði. Samþykkt var krafa á stjórnvöld um að tryggja efnahagslegan stöðugleika með lágri verðbólgu, sambærilegum vaxtakjörum og í nágrannalöndunum og stöðugu gengi. Þeir sem kjörnefnd ársfundar ASÍ lagði til að yrðu kjörnir í miðstjórn ASÍ náðu kjöri á ársfundinum. Flest atkvæði hlaut Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Signý Jóhannesdóttir, fulltrúi Starfsgreinasambandsins, tapaði hins vegar fyrir Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, núverandi varaforseta, í baráttu um embætti varaforseta. Ingibjörg er fulltrúi verslunarmanna í forystu ASÍ.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira