Mikill skilningur og vilji en engar efndir Björn Gíslason skrifar 7. nóvember 2007 12:07 „Þeir lýstu yfir miklum skilningi á málinu, sögðu að það skorti ekki vilja og að þetta væri ágæt áminning um hvert vandamálið væri. Mín túlkun er sú að í krafti þessara yfirlýsing þá hljóti þeir að bregðast við," segir Gylfi Páll Hersir, stjórnarmaður í Aðstandendafélagi heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli, um fund með fjárlaganefnd í morgun vegna vanda hjúkrunarheimila landins. Fulltrúar frá aðstandendafélaginu og sömuleiðis aðstandendafélögum heimilismanna á Droplaugastöðum og Grund gengu á fund fjárlaganefndar til þess að verkja athygli á því að stórauka þyrfti daggjöld til hjúkrunarheimila. Heimilin glímdu við manneklu og þá væri ólíðandi að fólk þyrfti að búa í herbergjum með fólki sem það þekkti ekkert. „Það kom í raun ekkert út úr fundinum. Við fengum kortér á fundinum og nefndarmenn lýstu yfir miklum skilningi á málinu og sögðu brýnt að bregðast við. Þá sögðu þeir að það væri ekki spurning hvort heldur hvenær eitthvað yrði gert," segir Gylfi. Ástandið batnar ekki með því að tala bara um það „Þeir höfðu sögulegt tækifæri til þess að standa við kosningaloforð sem allir flokkar gáfu fyrir síðustu kosningar og setja verulega fjármuni þennan málaflokk. „Það hefur enn ekki verið gert og þá hefur heldur ekki verið brugðist við áfellisdómi landlæknis," segir Gylfi og vísar þar til yfirlýsingar Landlæknisembættisins frá því í fyrravor. Þar komst Landlæknisembættið að því að mönnun væri ekki næg á Skjóli og að það ætti við um flest hjúkrunarheimili. Brýnt væri að leitað yrði leiða til að bæta úr því ástandi. Gylfi spyr hvort þingmenn telji orð landlæknis marklaus úr því að ekkert sé búið að gera í það eina og hálfa ár síðan yfirlýsing var gefin út. „Ef það skortir ekki vilja og orð okkar eru ágæt áminning, hvert er þá vandamálið? Á hverju strandar?" spyr Gylfi og bætir við: „Ástandið batnar ekkert með því að tala bara um það." Brýnt að stofna fleiri aðstandendafélög Gylfi býst við því að aðstandendafélögin þrjú muni vinna frekar saman að málinu en auk þeirra kemur Aðstandendafélag heimilismanna í Holtsbúð í Garðbæ að baráttunni. Gylfi segir brýnt að stofna fleiri aðstandendafélög á hjúkrunarheimilum landsins. Þau gegni sömu hlutverkum og foreldrafélög hafi gert á leikskólum og grunnskólum. Heimilismenn þurfi sína talsmenn. „Hluti af ástæðunni fyrir því hvernig málum er komið er sú að fólkið getur ekki barist fyrir sínum málum," segir Gylfi og telur að lyfta þurfi grettistaki í búsetumálum aldraðra. Hann segir menn fljóta sofandi að feigðarósi í málaflokknum og segir ríkið gegna sömu skyldum við aldraða og við börn og unglinga. „Maður getur ekki sagt við börnin sín: Því miður kemstu ekki í skólann því það vantar starfsfólk," segir Gylfi og bendir á að það sama gildi um aldraða. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
„Þeir lýstu yfir miklum skilningi á málinu, sögðu að það skorti ekki vilja og að þetta væri ágæt áminning um hvert vandamálið væri. Mín túlkun er sú að í krafti þessara yfirlýsing þá hljóti þeir að bregðast við," segir Gylfi Páll Hersir, stjórnarmaður í Aðstandendafélagi heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli, um fund með fjárlaganefnd í morgun vegna vanda hjúkrunarheimila landins. Fulltrúar frá aðstandendafélaginu og sömuleiðis aðstandendafélögum heimilismanna á Droplaugastöðum og Grund gengu á fund fjárlaganefndar til þess að verkja athygli á því að stórauka þyrfti daggjöld til hjúkrunarheimila. Heimilin glímdu við manneklu og þá væri ólíðandi að fólk þyrfti að búa í herbergjum með fólki sem það þekkti ekkert. „Það kom í raun ekkert út úr fundinum. Við fengum kortér á fundinum og nefndarmenn lýstu yfir miklum skilningi á málinu og sögðu brýnt að bregðast við. Þá sögðu þeir að það væri ekki spurning hvort heldur hvenær eitthvað yrði gert," segir Gylfi. Ástandið batnar ekki með því að tala bara um það „Þeir höfðu sögulegt tækifæri til þess að standa við kosningaloforð sem allir flokkar gáfu fyrir síðustu kosningar og setja verulega fjármuni þennan málaflokk. „Það hefur enn ekki verið gert og þá hefur heldur ekki verið brugðist við áfellisdómi landlæknis," segir Gylfi og vísar þar til yfirlýsingar Landlæknisembættisins frá því í fyrravor. Þar komst Landlæknisembættið að því að mönnun væri ekki næg á Skjóli og að það ætti við um flest hjúkrunarheimili. Brýnt væri að leitað yrði leiða til að bæta úr því ástandi. Gylfi spyr hvort þingmenn telji orð landlæknis marklaus úr því að ekkert sé búið að gera í það eina og hálfa ár síðan yfirlýsing var gefin út. „Ef það skortir ekki vilja og orð okkar eru ágæt áminning, hvert er þá vandamálið? Á hverju strandar?" spyr Gylfi og bætir við: „Ástandið batnar ekkert með því að tala bara um það." Brýnt að stofna fleiri aðstandendafélög Gylfi býst við því að aðstandendafélögin þrjú muni vinna frekar saman að málinu en auk þeirra kemur Aðstandendafélag heimilismanna í Holtsbúð í Garðbæ að baráttunni. Gylfi segir brýnt að stofna fleiri aðstandendafélög á hjúkrunarheimilum landsins. Þau gegni sömu hlutverkum og foreldrafélög hafi gert á leikskólum og grunnskólum. Heimilismenn þurfi sína talsmenn. „Hluti af ástæðunni fyrir því hvernig málum er komið er sú að fólkið getur ekki barist fyrir sínum málum," segir Gylfi og telur að lyfta þurfi grettistaki í búsetumálum aldraðra. Hann segir menn fljóta sofandi að feigðarósi í málaflokknum og segir ríkið gegna sömu skyldum við aldraða og við börn og unglinga. „Maður getur ekki sagt við börnin sín: Því miður kemstu ekki í skólann því það vantar starfsfólk," segir Gylfi og bendir á að það sama gildi um aldraða.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira