Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu 9. janúar 2007 18:47 Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli. Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli. Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira