Innlent

Aukin bókaprentun fyrir jólin frá fyrra ári

Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Odda.
Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Odda. MYND/Hari

Töluverð aukning virðist vera í bókaprentun fyrir þessi jól miðað við sama tíma í fyrra ef marka má tölur frá Prentsmiðjunni Odda.

Félagið sér um prentun um 70 prósenta af innlendum jólabókum fyrir þessi jól. Fram kemur í tilkynningu að titlum þar hafi fjölgað um níu prósent milli ára og eintökum um þrettán prósent frá byrjun september til loka nóvember miðað við sama tíma í fyrra. Á þessu tímabili eru hvað flestar jólabækurnar prentaðar. Oddi bendir á að enn eigi eftir að bætast við því nokkrar nýjar bækur eigi enn eftir að líta dagsins ljós.

Alls hafa 127 aðilar látið prenta bækur hjá Odda á þessu ári miðað við 118 í fyrra. Útgefendur eru sem fyrr umfangsmestir í bókaútgáfunni hjá Odda en smásalar, opinberar stofnanir, bankar, félagasamtök, eintaklingar og stærri fyrirtæki eru í vaxandi mæli að láta prenta fyrir sig bækur allan ársins hring segir í tilkynningu Odda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×