Innlent

Stal fartölvu úr Fellakirkju

Andri Ólafsson skrifar

Síbrotamaður á fimmtugsaldri hlaut í dag tólf mánaða fangelsisdóm fyrir fjölmörg þjófnaðar og fíkniefnamál sem hann framdi frá því í júni og fram í september á þessu ári.

Á meðal þess sem maðurinn var dæmdur fyrir var innbrot í Fella og Hólakirkju sem hann framdi í júní á þessu ári. Þaðan hafði maðurinn á brott með sér fartölvu af gerðinni Toshiba auk straumbreytis.

Alls var maðurinn dæmdur fyrir tíu brot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en áður hafði hann fengið þrjátíu dóma á löngum afbrotaferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×