Innlent

Ólafur verður forseti borgarstjórnar í dag

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og oddviti F-listans, verður kjörinn í embætti forseta borgarstjórnar síðdegis í dag.

Margrét Sverrisdóttir, borgarfulltrúi F-listans, hefur gegnt því starfi frá því nýr meirihluti tók við völdum í október. Ólafur hefur verið í veikindaleyfi í rúmt ár og kom aftur til starfa í gær.

Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi gegnir áfram formennsku menningar- og ferðamálaráðs og á sæti í umhverfisráði Reykjavíkurborgar. Borgarstjórnarfundur hefst klukkan tvö. Seinni umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fer fram á fundinum og búist er við að hann standi fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×