Alcan horfir til Keilisness 5. apríl 2007 18:28 Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina
Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira