Lögreglan klúðraði morðinu á Laugalæk Breki Logason skrifar 6. nóvember 2007 11:36 Þorsteinn Bergmann Einarsson hefur gefið út bók um morðið á Laugalæk. „Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að." Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að."
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira