Jón Ásgeir yfirheyrður í þrjá daga 12. febrúar 2007 12:32 Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari, yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra en ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Fyrst fór töluverður tími í að spyrja Jón Ásgeir almennra spurninga sem allar snertu reglur eða regluleysi innan Baugs á viðskiptum fyrirtækisins við fjárfestingafélagið Gaum, sem er í eigu Baugsfjölskyldunnar. Að því loknu tók ríkissaksóknari að spyrja út í einstakar lánveitingar Baugs til Gaums. Spurningum vegna þriggja ákæruliða, 2.,3 og 4., lauk fyrir hádegi en þar er Jóni Ásgeir gefið að sök að hafa látið Baug veita Gaumi lán samtals að upphæð ríflega 112 milljónir króna þegar Baugur var hlutafélag. Saksóknari reynir að sanna að þarna hafi verið um ólögleg lán að ræða. Jón Ásgeir hélt því hins vegar fram í dómi í morgun að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Þegar vitnaleiðslum yfir Jóni Ásgeiri er lokið, verða aðrir sakborningar yfirheyrðir fyrir dómi og eftir það er komið af vitnum, sem verða um eitt hundrað. Baugsmálum er því langt í frá lokið. Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari, yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra en ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Fyrst fór töluverður tími í að spyrja Jón Ásgeir almennra spurninga sem allar snertu reglur eða regluleysi innan Baugs á viðskiptum fyrirtækisins við fjárfestingafélagið Gaum, sem er í eigu Baugsfjölskyldunnar. Að því loknu tók ríkissaksóknari að spyrja út í einstakar lánveitingar Baugs til Gaums. Spurningum vegna þriggja ákæruliða, 2.,3 og 4., lauk fyrir hádegi en þar er Jóni Ásgeir gefið að sök að hafa látið Baug veita Gaumi lán samtals að upphæð ríflega 112 milljónir króna þegar Baugur var hlutafélag. Saksóknari reynir að sanna að þarna hafi verið um ólögleg lán að ræða. Jón Ásgeir hélt því hins vegar fram í dómi í morgun að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Þegar vitnaleiðslum yfir Jóni Ásgeiri er lokið, verða aðrir sakborningar yfirheyrðir fyrir dómi og eftir það er komið af vitnum, sem verða um eitt hundrað. Baugsmálum er því langt í frá lokið.
Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira