Vortónar af Digranesinu 22. maí 2007 07:30 Fjölbreytt alþýðu- og þjóðlagadagskrá Samkór Kópavogs hitar upp fyrir tónleikaferð með tvennum vortónleikum á heimaslóð. Samkór Kópavogs heldur vortónleika sína í Digraneskirkju í kvöld og annað kvöld. Þar flytur kórinn fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra alþýðu- og þjóðlaga, þar á meðal verk eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Einsöngvari á tónleikunum er Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona en meðleikari á píanó er Antonía Hevesi. Stjórnandi er Björn Thorarensen. Samkór Kópavogs var stofnaður árið 1966 af nokkrum áhugasömum félögum í Kópavogi en fyrsti stjórnandi hans var Jan Moraveg Kórinn fagnaði fjörutíu ára afmælinu með þrennum veglegum tónleikum í Salnum á síðasta ári. Í vetur hafa kórfélagar æft af kappi og halda nú tvenna tónleika í maí og síðan verður haldið í tólf daga ferð til Eystrasaltslandanna 9.-20. júní. Í ferðinni mun kórinn syngja lag á máli heimamanna í hverju landi og verður hitað upp fyrir þann alþjóðleik á vortónleikunum hér heima. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 og verða þeir endurteknir á sama tíma næstkomandi fimmtudagskvöld. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Samkór Kópavogs heldur vortónleika sína í Digraneskirkju í kvöld og annað kvöld. Þar flytur kórinn fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra alþýðu- og þjóðlaga, þar á meðal verk eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Einsöngvari á tónleikunum er Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona en meðleikari á píanó er Antonía Hevesi. Stjórnandi er Björn Thorarensen. Samkór Kópavogs var stofnaður árið 1966 af nokkrum áhugasömum félögum í Kópavogi en fyrsti stjórnandi hans var Jan Moraveg Kórinn fagnaði fjörutíu ára afmælinu með þrennum veglegum tónleikum í Salnum á síðasta ári. Í vetur hafa kórfélagar æft af kappi og halda nú tvenna tónleika í maí og síðan verður haldið í tólf daga ferð til Eystrasaltslandanna 9.-20. júní. Í ferðinni mun kórinn syngja lag á máli heimamanna í hverju landi og verður hitað upp fyrir þann alþjóðleik á vortónleikunum hér heima. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 og verða þeir endurteknir á sama tíma næstkomandi fimmtudagskvöld.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira