Innlent

Þriggja ára útlegð fyrir að mæla rangt

Það borgaði sig fyrir kaupmenn á miðöldum að mæla rétt því viðurlögin við rangri mælingu námu þriggja ára útlegð. Verslunarmenn minntust gamalla tíma á Þingvöllum í dag.

Samtök verslunar og þjónustu og Neytendastofa minntust þess í dag að 90 ár eru liðin frá setningu fyrstu laga um löggildingarstofu á Íslandi. Stofnunin hefur meðal annars það hlutverk að kveða á viðmið varðandi hvers konar mælingar.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, afhjúpaði af því tilefni við Þingvallakirkjuupplýsingaskjöld um lengdarmælingar hér á landi til forna. Þar er einnig til sýnis álnastika en samkvæmt Grágás var lengd hennar miðuð út frá kirkjuvegg Þingvallakirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×