Innlent

Gömlu jólasveinarnir í Árbæjarsafni

Jólatrésskemmtun verður í Árbæjarsafni klukkan þrjú í dag þar sem dansað verður í kringum jólatré og sungin jólalög með gömlu íslensku jólasveinunum, sem þykja hrekkjóttir og stríðnir. Þetta er liður í jólasýningu Árbæjarsafns en þar gefst fólki kostur á að sjá hvernig jólin voru undirbúin í gamla daga. Dagskráin hefst klukkan tvo með guðsþjónustu í gömlu torfkirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×