Innlent

Drengurinn látinn

Fjögurra ára drengurinn sem varð fyrir bíl í Keflavík síðdegis á föstudag er látinn. Drengurinn lést á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi í gærkvöldi. Hann hét Kristinn Veigar Sigurðsson og var til heimils að Birkiteig 17 í Keflavík. Hann var fæddur í september 2003.

Lögrelgan á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa ekið bílnum. Maðurinn, sem er á miðjum aldri, var handtekinn síðdegis í gær og hefur verið í haldi lögrelgunnar síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×