Sæmdur riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2007 07:00 Sigurður Pálsson hefur fengið tvær mikilsmetnar orður frá franska ríkinu og því augljóst að Fransmenn kunna vel að meta störf skáldsins. „Mér var tilkynnt þetta ekki alls fyrir löngu. Maður fær engar nákvæmar skýringar heldur bara tilkynningu,“ segir rithöfundurinn Sigurður Pálsson en Frakklandsforseti hefur ákveðið að sæma hann Chevalier de l’Ordre National du Mérite eða riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar. Sigurður þarf trúlega ekki að fara til Frakklands til að veita henni viðtöku heldur mun sendiherra Frakka hér á landi væntanlega sjá um það fyrir forsetann. „Enda skilst mér að Sarkozy sé ákaflega upptekinn maður,“ segir Sigurður en bætir því við að hann taki við orðunni af auðmýkt og stolti. Rithöfundurinn segist á hinn bóginn ekki vera vel að sér í orðum í þessari merkingu en honum skiljist að riddarakross frönsku heiðursorðunnar tilheyri frönsku heiðursfylkingunni. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Frakkar heiðra Sigurð fyrir störf hans því fyrir sautján árum fékk hann riddaraorðu lista og bókmennta af hálfu menningamálaráðherra Frakka, Jack Lang. Til gamans má geta að breski hjartaknúsarinn Jude Law fékk einmitt þá orðu fyrr á þessu ári. Sigurður gerir einmitt upp árin sín í París, frá 1967 til 1982, í sinni nýjustu bók sem kallast einfaldlega Minnisbók. „Þetta er búið að vera í vinnslu mjög lengi og ég var þó nokkurn tíma að finna rétta taktinn. En svo fyrir þremur árum fór þetta að koma og ég er mjög sáttur,“ útskýrir Sigurður en hann var nýorðinn nítjan ára þegar hann lagði land undir fót og hélt til Toulouse í Suður-Frakklandi „Ég var síðan kominn tímanlega til Parísar áður en stúdentabyltingin hófst 1968,“ útskýrir Sigurður en þar lærði hann meðal annars hvernig á að verjast táragasi með klút vættum í sítrónusafa og forðast að vera króaður inni af óeirðalögreglu. Og skáldið ætlar að taka þátt í óvenjulegri en franskri kynningu að frumkvæði tískuvöruverslunarinnari Liborius sem hyggst hafa Minnisbókina í sérstakri forsölu hinn þriðja nóvember. „Þetta er eitthvað sem ég þekki vel frá Frakklandi þar sem úrvalsbúðir bjóða upp á slíka þjónustu. Og svo er bara gaman að taka þátt í þessari nýjung í kynningu á bókum sem kemur sér vonandi vel fyrir bóksöluna,“ segir Sigurður en hann mun verða á staðnum og árita bókina. Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Mér var tilkynnt þetta ekki alls fyrir löngu. Maður fær engar nákvæmar skýringar heldur bara tilkynningu,“ segir rithöfundurinn Sigurður Pálsson en Frakklandsforseti hefur ákveðið að sæma hann Chevalier de l’Ordre National du Mérite eða riddarakrossi frönsku heiðursorðunnar. Sigurður þarf trúlega ekki að fara til Frakklands til að veita henni viðtöku heldur mun sendiherra Frakka hér á landi væntanlega sjá um það fyrir forsetann. „Enda skilst mér að Sarkozy sé ákaflega upptekinn maður,“ segir Sigurður en bætir því við að hann taki við orðunni af auðmýkt og stolti. Rithöfundurinn segist á hinn bóginn ekki vera vel að sér í orðum í þessari merkingu en honum skiljist að riddarakross frönsku heiðursorðunnar tilheyri frönsku heiðursfylkingunni. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Frakkar heiðra Sigurð fyrir störf hans því fyrir sautján árum fékk hann riddaraorðu lista og bókmennta af hálfu menningamálaráðherra Frakka, Jack Lang. Til gamans má geta að breski hjartaknúsarinn Jude Law fékk einmitt þá orðu fyrr á þessu ári. Sigurður gerir einmitt upp árin sín í París, frá 1967 til 1982, í sinni nýjustu bók sem kallast einfaldlega Minnisbók. „Þetta er búið að vera í vinnslu mjög lengi og ég var þó nokkurn tíma að finna rétta taktinn. En svo fyrir þremur árum fór þetta að koma og ég er mjög sáttur,“ útskýrir Sigurður en hann var nýorðinn nítjan ára þegar hann lagði land undir fót og hélt til Toulouse í Suður-Frakklandi „Ég var síðan kominn tímanlega til Parísar áður en stúdentabyltingin hófst 1968,“ útskýrir Sigurður en þar lærði hann meðal annars hvernig á að verjast táragasi með klút vættum í sítrónusafa og forðast að vera króaður inni af óeirðalögreglu. Og skáldið ætlar að taka þátt í óvenjulegri en franskri kynningu að frumkvæði tískuvöruverslunarinnari Liborius sem hyggst hafa Minnisbókina í sérstakri forsölu hinn þriðja nóvember. „Þetta er eitthvað sem ég þekki vel frá Frakklandi þar sem úrvalsbúðir bjóða upp á slíka þjónustu. Og svo er bara gaman að taka þátt í þessari nýjung í kynningu á bókum sem kemur sér vonandi vel fyrir bóksöluna,“ segir Sigurður en hann mun verða á staðnum og árita bókina.
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira