Koss í farbann 16. október 2007 05:00 Ljósmyndin sem fær ekki að fara til Parísar. Ljósmynd af tveimur rússneskum lögreglumönnum sem kyssast í skógi vöxnu vetrarlandslagi hefur valdið þó nokkrum usla í rússnesku menningarlífi. Ljósmyndin er verk listahópsins Bláu nefin, sem vildi með henni votta þekktu verki eftir graffarann Banksy virðingu sína. Myndin hefur verið til sýnis undanfarið í Tretyakov-listasafninu í Moskvu. Safnið stendur að sýningu á rússneskri samtímalist í París í vikunni en menningarmálaráðherra Rússlands, Alexander Sokolov, hefur ákveðið að myndin umdeilda fái ekki að vera með. „Birtist þessi mynd í París mun hún eingöngu kalla skömm yfir rússneska menningu. Því er ótækt að senda þetta klám til Parísar,“ sagði ráðherrann spurður um ákvörðun sína. Ráðherrann setti annað verk eftir blánefjahópinn einnig í farbann, en það er mynd sem sýnir Vladimír Pútín, George W. Bush og Osama bin Laden hoppa um í hjónarúmi á nærfötunum einum klæða. Listamennirnir eru að vonum ekki ánægðir með ákvörðun ráðherrans. „Ríkisafskipti af menningarlífi og listsköpun í Rússlandi eru að komast á sama stig og var undir stjórn Krústsjevs,“ sagði Alexander Shaburov sem er annar tveggja listamanna í Bláu nefjunum. Ljósmyndinni af lögreglumönnunum var ætlað að vera draumsýn um umburðarlyndan og ástríkan heim. „Ef tekið er tillit til þess að verkið hefur verið bannfært af ríkinu er klárt að draumsýnin er ekki við það að rætast,“ sagði Shaburov. -vþ Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Ljósmynd af tveimur rússneskum lögreglumönnum sem kyssast í skógi vöxnu vetrarlandslagi hefur valdið þó nokkrum usla í rússnesku menningarlífi. Ljósmyndin er verk listahópsins Bláu nefin, sem vildi með henni votta þekktu verki eftir graffarann Banksy virðingu sína. Myndin hefur verið til sýnis undanfarið í Tretyakov-listasafninu í Moskvu. Safnið stendur að sýningu á rússneskri samtímalist í París í vikunni en menningarmálaráðherra Rússlands, Alexander Sokolov, hefur ákveðið að myndin umdeilda fái ekki að vera með. „Birtist þessi mynd í París mun hún eingöngu kalla skömm yfir rússneska menningu. Því er ótækt að senda þetta klám til Parísar,“ sagði ráðherrann spurður um ákvörðun sína. Ráðherrann setti annað verk eftir blánefjahópinn einnig í farbann, en það er mynd sem sýnir Vladimír Pútín, George W. Bush og Osama bin Laden hoppa um í hjónarúmi á nærfötunum einum klæða. Listamennirnir eru að vonum ekki ánægðir með ákvörðun ráðherrans. „Ríkisafskipti af menningarlífi og listsköpun í Rússlandi eru að komast á sama stig og var undir stjórn Krústsjevs,“ sagði Alexander Shaburov sem er annar tveggja listamanna í Bláu nefjunum. Ljósmyndinni af lögreglumönnunum var ætlað að vera draumsýn um umburðarlyndan og ástríkan heim. „Ef tekið er tillit til þess að verkið hefur verið bannfært af ríkinu er klárt að draumsýnin er ekki við það að rætast,“ sagði Shaburov. -vþ
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira