REI ætlar að verða leiðandi á heimsvísu 12. september 2007 02:30 Stjórnarmenn og stjórnendur Reykjavík Energy Invest sjást hér með Bambang Kustono, framkvæmdastjóra indónesíska fyrirtækisins Petamina, og Sukma Prawira, yfirverkfræðingi þess. MYND/GVA „Orkusviðið er vinsælt hjá fjárfestum um allan heim en ég held að við Íslendingar höfum ákveðið forskot þegar kemur að þekkingu á jarðhita, og það þurfum við að nýta hratt,“ sagði Bjarni Ármannsson, nýr stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest (REI), að loknum kynningarfundi fyrirtækisins í gær. Bjarni og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og starfandi forstjóri REI, sögðu félagið standa frammi fyrir miklum tækifærum og það ætlaði sér að verða leiðandi á heimsvísu á sviði nýtingar jarðvarma. Orkuveita Reykjavíkur verður kjölfestufjárfestir í félaginu með 40 prósent hlutafjár en félagið stefnir að því að afla um 50 milljarða króna, frá innlendum og erlendum fjárfestum, til þess að ráðast í verkefni á sviði nýtingar jarðhita í heiminum. Bjarni hefur sjálfur lagt 500 milljónir króna í félagið. Er Bjarni var forstjóri Glitnis kom hann að stofnun Geysir Green Energy sem einnig starfar á sviði nýtingar jarðvarma en það félag er í eigu FL Group, Atorku, Glitnis, VGK Invest ehf., Bar Holding og Reykjanesbæjar. Hann segist ekki líta svo á að þessi félög verði í harðri samkeppni. „Tækifærin á sviði nýtingu jarðvarma í heiminum eru það stór og mörg að hvorki Reykjavík Energy Invest né Geysir Green Energy munu ná utan um þau. En við eigum í samstarfi sem gengur vel,“ sagði Bjarni. REI á hlut í Enex, Enex-Kína, Galantaterm og Iceland America Energy en fjölmörg verkefni á sviði jarðhitavirkjana eru skoðun hjá þessum félögum. Þá er PNOC-EDC, stærsta orkufyrirtæki á Filippseyjum, að vinna að verkefnum með REI en það fyrirtæki er nú í einkavæðingarferli, sem forsvarsmenn REI fylgjast grannt með. Bjarni segir fjölmörg verkefni bíða stjórnar nýs fyrirtækis en auk hans eiga Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, og Haukur Leósson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, sæti í stjórn REI. „Fyrstu skrefin fara í að ná utan um verkefnin sem við erum með og átta sig á því hvernig þeim er best fyrir komið. Það þarf að búa til stefnu sem gerir það að verkum að fyrirtækið geti orðið leiðandi á heimsvísu á þessum markaði. Það þarf að gerast hratt vegna þess hve áhugi fjárfesta í heiminum á þessum málum er mikill. Með skýrri stefnu ættum við að geta laðað til okkar áhugaverða fjárfesta og það er okkar markmið.“ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
„Orkusviðið er vinsælt hjá fjárfestum um allan heim en ég held að við Íslendingar höfum ákveðið forskot þegar kemur að þekkingu á jarðhita, og það þurfum við að nýta hratt,“ sagði Bjarni Ármannsson, nýr stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest (REI), að loknum kynningarfundi fyrirtækisins í gær. Bjarni og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og starfandi forstjóri REI, sögðu félagið standa frammi fyrir miklum tækifærum og það ætlaði sér að verða leiðandi á heimsvísu á sviði nýtingar jarðvarma. Orkuveita Reykjavíkur verður kjölfestufjárfestir í félaginu með 40 prósent hlutafjár en félagið stefnir að því að afla um 50 milljarða króna, frá innlendum og erlendum fjárfestum, til þess að ráðast í verkefni á sviði nýtingar jarðhita í heiminum. Bjarni hefur sjálfur lagt 500 milljónir króna í félagið. Er Bjarni var forstjóri Glitnis kom hann að stofnun Geysir Green Energy sem einnig starfar á sviði nýtingar jarðvarma en það félag er í eigu FL Group, Atorku, Glitnis, VGK Invest ehf., Bar Holding og Reykjanesbæjar. Hann segist ekki líta svo á að þessi félög verði í harðri samkeppni. „Tækifærin á sviði nýtingu jarðvarma í heiminum eru það stór og mörg að hvorki Reykjavík Energy Invest né Geysir Green Energy munu ná utan um þau. En við eigum í samstarfi sem gengur vel,“ sagði Bjarni. REI á hlut í Enex, Enex-Kína, Galantaterm og Iceland America Energy en fjölmörg verkefni á sviði jarðhitavirkjana eru skoðun hjá þessum félögum. Þá er PNOC-EDC, stærsta orkufyrirtæki á Filippseyjum, að vinna að verkefnum með REI en það fyrirtæki er nú í einkavæðingarferli, sem forsvarsmenn REI fylgjast grannt með. Bjarni segir fjölmörg verkefni bíða stjórnar nýs fyrirtækis en auk hans eiga Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, og Haukur Leósson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, sæti í stjórn REI. „Fyrstu skrefin fara í að ná utan um verkefnin sem við erum með og átta sig á því hvernig þeim er best fyrir komið. Það þarf að búa til stefnu sem gerir það að verkum að fyrirtækið geti orðið leiðandi á heimsvísu á þessum markaði. Það þarf að gerast hratt vegna þess hve áhugi fjárfesta í heiminum á þessum málum er mikill. Með skýrri stefnu ættum við að geta laðað til okkar áhugaverða fjárfesta og það er okkar markmið.“
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira