Ólafur flýgur yfir sveitina á 150 milljóna króna þyrlu 4. júlí 2007 09:45 þyrla Ólafs tekur 6 manns í sæti og er þar með sú stærsta í einkaeigu á landinu. Til hægri sést í innganginn að húsi Ólafs. Lítið ber á húsinu sjálfu enda er það byggt inn í landið. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson í Samskipum ferðast ekki um á hefðbundnu farartæki þessa dagana, en um er að ræða stóra og mikla þyrlu af gerðinni Eurocopter AS 350 B3. Þyrlan er dökkblá að lit með gylltum röndum á hliðunum. Ólafur, sem alla jafna býr í London, dvelur þessa dagana á jörð sinni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en flýgur reglulega til Reykjavíkur enda er hann ekki nema 25 mínútur á leiðinni. Þyrlan tekur 6 manns í sæti og á hlið hennar stendur G-ORRI. „G stendur fyrir Bretland,” segir Ólafur. „Orranafnið valdi ég sjálfur einfaldlega vegna þess að mér þykir það fallegt.” Ólafur hefur haft einkaflugmannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hingað til lands fyrir mig. Sjálfur hef ég flogið henni til landa í kringum Bretland og svo hérna innanlands. Þyrlur eru frábærar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki enda kosta þær ekki flugvallabyggingar og mannvirkjagerð. Fyrir utan að þær láta betur í vindum og vondum veðrum,” segir Ólafur sem ekki hefur lent í háska á þyrlunni sjálfur enda er hann að eigin sögn „sæmilega samviskusamur í að þjálfa sig”.Ekki allir sáttir Ólafur keypti þyrluna glænýja og segist hafa borgað á bilinu 1,7-1,8 milljónir Evra fyrir gripinn en það jafngildir um 150 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fimm þyrlur í einkaeigu á Íslandi. Þyrla Ólafs er þó stærst þeirra allra. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þyrlunnar því nágranni Ólafs og meðeigandi jarðarinnar, Sigurður Hreinsson og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir, segja það ótrúlegt að lenda megi þyrlu nánast í bakgarðinum hjá þeim, því af henni hljótist töluverður hávaði og annað ónæði.„Við erum hér með bæði hesta og kindur auk þess sem mófuglinn er í hreiðri þessa dagana. Þetta er sérstaklega slæmt hvað varðar hestana. Dóttir okkar og vinkonur hennar voru að ríða út þegar Ólafur kom hér á þyrlunni í fyrsta sinn. Hestarnir fældust og ein þeirra datt af baki,” segir Sigurður. „Manni finnst með ólíkindum að ekki þurfi að taka tillit til nágranna hvað svona varðar. Um helgina vorum við með síðbúna fermingarveislu og hann flaug fjórum sinnum yfir. Það heyrðist varla mannsins mál á meðan. Mér skilst að ekki séu til reglur um þessi mál og því spyr ég: Er ekki eðlilegt að búa þær til þegar menn eru farnir að kaupa sér þyrlur og fljúga þeim hingað og þangað?” Sigurður segir að menn leitist við að búa í sveit til þess að fá að vera í friði. „Þar eru menn með dýr í ró og næði – þangað til koma þyrlur.” Ólafur segir þessa nágrannadeilu grundvallast á öðru en þyrlunni. „Við höfum staðið í löngum og ströngum málaferlum varðandi landamerki og fleira. Á ég að þurfa að hringja í þig og spyrja hvort ég megi lenda á Reykjavíkurflugvelli? Ég lendi hér þyrlu á mínu eigin landi og fer eftir öllum settum reglum.” Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson í Samskipum ferðast ekki um á hefðbundnu farartæki þessa dagana, en um er að ræða stóra og mikla þyrlu af gerðinni Eurocopter AS 350 B3. Þyrlan er dökkblá að lit með gylltum röndum á hliðunum. Ólafur, sem alla jafna býr í London, dvelur þessa dagana á jörð sinni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en flýgur reglulega til Reykjavíkur enda er hann ekki nema 25 mínútur á leiðinni. Þyrlan tekur 6 manns í sæti og á hlið hennar stendur G-ORRI. „G stendur fyrir Bretland,” segir Ólafur. „Orranafnið valdi ég sjálfur einfaldlega vegna þess að mér þykir það fallegt.” Ólafur hefur haft einkaflugmannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hingað til lands fyrir mig. Sjálfur hef ég flogið henni til landa í kringum Bretland og svo hérna innanlands. Þyrlur eru frábærar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki enda kosta þær ekki flugvallabyggingar og mannvirkjagerð. Fyrir utan að þær láta betur í vindum og vondum veðrum,” segir Ólafur sem ekki hefur lent í háska á þyrlunni sjálfur enda er hann að eigin sögn „sæmilega samviskusamur í að þjálfa sig”.Ekki allir sáttir Ólafur keypti þyrluna glænýja og segist hafa borgað á bilinu 1,7-1,8 milljónir Evra fyrir gripinn en það jafngildir um 150 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fimm þyrlur í einkaeigu á Íslandi. Þyrla Ólafs er þó stærst þeirra allra. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þyrlunnar því nágranni Ólafs og meðeigandi jarðarinnar, Sigurður Hreinsson og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir, segja það ótrúlegt að lenda megi þyrlu nánast í bakgarðinum hjá þeim, því af henni hljótist töluverður hávaði og annað ónæði.„Við erum hér með bæði hesta og kindur auk þess sem mófuglinn er í hreiðri þessa dagana. Þetta er sérstaklega slæmt hvað varðar hestana. Dóttir okkar og vinkonur hennar voru að ríða út þegar Ólafur kom hér á þyrlunni í fyrsta sinn. Hestarnir fældust og ein þeirra datt af baki,” segir Sigurður. „Manni finnst með ólíkindum að ekki þurfi að taka tillit til nágranna hvað svona varðar. Um helgina vorum við með síðbúna fermingarveislu og hann flaug fjórum sinnum yfir. Það heyrðist varla mannsins mál á meðan. Mér skilst að ekki séu til reglur um þessi mál og því spyr ég: Er ekki eðlilegt að búa þær til þegar menn eru farnir að kaupa sér þyrlur og fljúga þeim hingað og þangað?” Sigurður segir að menn leitist við að búa í sveit til þess að fá að vera í friði. „Þar eru menn með dýr í ró og næði – þangað til koma þyrlur.” Ólafur segir þessa nágrannadeilu grundvallast á öðru en þyrlunni. „Við höfum staðið í löngum og ströngum málaferlum varðandi landamerki og fleira. Á ég að þurfa að hringja í þig og spyrja hvort ég megi lenda á Reykjavíkurflugvelli? Ég lendi hér þyrlu á mínu eigin landi og fer eftir öllum settum reglum.”
Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“