Innlent

Kynntu aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks

Frá kynningu aðgerðaáætlunarinnar í dag.
Frá kynningu aðgerðaáætlunarinnar í dag. MYND/Lárus

Samfylkingin kynnti í dag ítarlega aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Tilgangurinn er sá að vekja athygli á mikilvægi barnastefnu og vill Samfylkingin að málefni barna verði í forgangi á verkefnalista næstu ríkisstjórnar.

Meðal aðgerða sem kynntar voru í dag eru:

  • Bætt tannvernd barna með ókeypis eftirliti og forvörnum og stórauknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna.
  • Hækkun barnabóta, með því að draga úr tekjutengingum sem koma mun lágtekju- og millitekjuhópum best.
  • Ókeypis skólabækur fyrir framhaldsskólanema
  • Foreldraráðgjöf í öllum sveitarfélögum sem miðist við mismunandi aldursskeið barna
  • Sólarhrings aðstoð og ráðgjöf fyrir unga fíkniefnaneytendur og börn með geðræn vandamál.
  • Stóreflt forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi
  • Aukinn stuðningur við börn innflytjenda í skólakerfinu,m.a. með stóraukinni íslenskukennslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×