Spennan snýst um hvort stjórnin lifir 12. maí 2007 08:15 Stjórnmálaskýrendur telja að alþingiskosningarnar verði þær mest spennandi í áratugi og allar skoðanakannanir síðustu daga benda til þess sama. Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en fyrir kosningarnar árið 2003. Lögregla jafnt sem veitingahúsaeigendur hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna. Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkana voru birtar í gær, en engin af þeim gaf sömu mynd af því hvernig kosningarnar gætu farið. Stjórnmálaskýrendur segja allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar og að spennupunkturinn verði líklega hvort ríkisstjórnin heldur velli eða ekki. Þeir telja kosningabaráttuna einkennast af færri álitamálum heldur en fyrir kosningarnar árið 2003. Mjög góð kjörsókn var á utankjörfundum um land allt. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Reykjavík síðdegis í gær og á Akureyri höfðu rúmlega 1300 kosið. Óvenju margir höfðu kosið í Kópavogi og í Hafnarfirði. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu um land allt vegna kosningann. Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna kosninganna, fylgist með að allt sé með röð og reglu á kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna. Ef að líkum lætur munu Íslendingar lifta sér upp, enda líta margir á kosningarnar sem hátíð. Í vínbúðinni í Kringlunni er búið að panta tvöfalt meira magn af áfengi fyrir þessa helgi heldur en fyrir venjulega helgi. „Við höfum tekið eftir því að bjórinn er vinsæll fyrir kosningarnar. En ef það er sól selst hvítvín og rósavín líka vel,“ segir starfsmaður verlsunarinnar. Eigendur skyndibitastaða búast við miklu annríki og það sama má segja um eigendur öldur- og skemmtistaða um land allt. Kosningar 2007 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Stjórnmálaskýrendur telja að alþingiskosningarnar verði þær mest spennandi í áratugi og allar skoðanakannanir síðustu daga benda til þess sama. Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en fyrir kosningarnar árið 2003. Lögregla jafnt sem veitingahúsaeigendur hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna. Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkana voru birtar í gær, en engin af þeim gaf sömu mynd af því hvernig kosningarnar gætu farið. Stjórnmálaskýrendur segja allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar og að spennupunkturinn verði líklega hvort ríkisstjórnin heldur velli eða ekki. Þeir telja kosningabaráttuna einkennast af færri álitamálum heldur en fyrir kosningarnar árið 2003. Mjög góð kjörsókn var á utankjörfundum um land allt. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Reykjavík síðdegis í gær og á Akureyri höfðu rúmlega 1300 kosið. Óvenju margir höfðu kosið í Kópavogi og í Hafnarfirði. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu um land allt vegna kosningann. Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna kosninganna, fylgist með að allt sé með röð og reglu á kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna. Ef að líkum lætur munu Íslendingar lifta sér upp, enda líta margir á kosningarnar sem hátíð. Í vínbúðinni í Kringlunni er búið að panta tvöfalt meira magn af áfengi fyrir þessa helgi heldur en fyrir venjulega helgi. „Við höfum tekið eftir því að bjórinn er vinsæll fyrir kosningarnar. En ef það er sól selst hvítvín og rósavín líka vel,“ segir starfsmaður verlsunarinnar. Eigendur skyndibitastaða búast við miklu annríki og það sama má segja um eigendur öldur- og skemmtistaða um land allt.
Kosningar 2007 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira