Innlent

Fjölmargir kusu utan kjörfundar

Við laugardalshöll Á tólfta þúsund höfðu kosið utan kjörfundar í Reykjavík síðdegis í gær.
Við laugardalshöll Á tólfta þúsund höfðu kosið utan kjörfundar í Reykjavík síðdegis í gær. MYND/GVA

Mjög góð kjörsókn var utan kjörfundar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu í Reykjavík höfðu rúmlega ellefu þúsund manns kosið þar utan kjörfundar síðdegis í gær, sem er hátt í fjörutíu prósentum meira en fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra.

Á Akureyri höfðu rúmlega 1.300 kosið síðdegis í gær, sem er heldur meira en á sama tíma í fyrra. Í Kópavogi höfðu um 1.300 manns kosið síðdegis í gær og í Hafnarfirði um 1.600. Þykja báðar tölur óvenjuháar. Hægt var að greiða atkvæði utan kjör­fundar til klukkan tíu í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×