Hópur síbrotamanna ákærður í 70 liðum Þórður Snær Júlíusson skrifar 12. apríl 2007 05:15 Hluti hópsins reyndi að ræna hraðbanka Landsbankaútibúsins við Klettháls í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Sextán ára stúlka ók pallbílnum. Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira