Breyttist í litla konu 17. mars 2007 06:00 Mjöll Hólm. „Ég átti mjög skemmtilegan dag," segir Mjöll Hólm söngkona þegar hún rifjar upp fermingardaginn. „Ég fermdist reyndar ári á undan heldur en venja er, þar sem mamma ákvað að sameina fermingu okkar systranna. Hún var nefnilega einstæð níu barna móðir og vildi með þessu móti spara pening." Að sögn Mjallar hafði móðir hennar upphaflega reynt að fá eldri systur hennar til að fermast ári seinna. Þar sem hún reyndist ekki tilbúin til samningaviðræðna, var Mjöll þá spurð hvort hún gæti hugsað sér að fermast einu ári fyrr. Sú stutta var ekki lengi að hugsa sig um og sló til þar sem hún vildi ólm komast í fullorðinna manna tölu. „Ég átti samt ekki von á því að fermingunni fylgdu jafn mikil viðbrigði og raun bar vitni," segir Mjöll. „Í þá daga þótti nefnilega eðlilegt að fermdar stúlkur klæddust óttalegum kerlingarfatnaði eins og þá var mikið í tísku, þannig að ég vissi ekki fyrr en ég var allt í einu komin í hryllilega hallærislegan kjól og skó í stíl. Svo var ég send í lagningu, sem kórónaði allt saman, og var allt í einu orðin að lítilli konu." Hún hlær við tilhugsunina. Mjöll segir fermingarveisluna hafa heppnast vel. Móðir hennar hélt veglegt kökuboð þar sem fullt var út af dyrum af vinkonum þeirra systra. „Dagurinn var mjög góður. Ég verð samt að viðurkenna að mér leið hálfundarlega. Sérstaklega þegar ég fór í skólann daginn eftir vitandi að hinir krakkarnir væru ekki búnir að fermast. Ætli þeim hafi ekki fundist jafn skrítið að fá þessa litlu konu til baka. Fermingar Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira
„Ég átti mjög skemmtilegan dag," segir Mjöll Hólm söngkona þegar hún rifjar upp fermingardaginn. „Ég fermdist reyndar ári á undan heldur en venja er, þar sem mamma ákvað að sameina fermingu okkar systranna. Hún var nefnilega einstæð níu barna móðir og vildi með þessu móti spara pening." Að sögn Mjallar hafði móðir hennar upphaflega reynt að fá eldri systur hennar til að fermast ári seinna. Þar sem hún reyndist ekki tilbúin til samningaviðræðna, var Mjöll þá spurð hvort hún gæti hugsað sér að fermast einu ári fyrr. Sú stutta var ekki lengi að hugsa sig um og sló til þar sem hún vildi ólm komast í fullorðinna manna tölu. „Ég átti samt ekki von á því að fermingunni fylgdu jafn mikil viðbrigði og raun bar vitni," segir Mjöll. „Í þá daga þótti nefnilega eðlilegt að fermdar stúlkur klæddust óttalegum kerlingarfatnaði eins og þá var mikið í tísku, þannig að ég vissi ekki fyrr en ég var allt í einu komin í hryllilega hallærislegan kjól og skó í stíl. Svo var ég send í lagningu, sem kórónaði allt saman, og var allt í einu orðin að lítilli konu." Hún hlær við tilhugsunina. Mjöll segir fermingarveisluna hafa heppnast vel. Móðir hennar hélt veglegt kökuboð þar sem fullt var út af dyrum af vinkonum þeirra systra. „Dagurinn var mjög góður. Ég verð samt að viðurkenna að mér leið hálfundarlega. Sérstaklega þegar ég fór í skólann daginn eftir vitandi að hinir krakkarnir væru ekki búnir að fermast. Ætli þeim hafi ekki fundist jafn skrítið að fá þessa litlu konu til baka.
Fermingar Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira